Erlent

Handtóku andlegan leiðtoga Zarqawi

Yfirvöld í Jórdaníu handtóku í nótt Issam Barqawi sem er andlegur leiðtogi Al-Zarqawis, leiðtoga Al-Qaida í Írak. Barqawi var í viðtali við Al-Jazeera sjónvarpsstöðina þegar handtakan fór fram. Hann er sagður hafa kennt Zarqawi íslamska hugmyndafræði á árunum 1995 til 1999 þegar þeir deildu fangaklefa.  Samtök Zarqawis sögðust í morgun hafa sendiherra Egyptalands í Írak í haldi. Honum var rænt á laugardaginn. Tilkynning frá samtökunum birtist á íslamskri vefsíðu en ekki var sagt hvers vegna sendiherranum var rænt, né hvað þyrfti að gerast svo hann losnaði. Í gær var svo reynt að myrða sendifulltrúa Bahrein og Palestínu í Írak en ekki liggur fyrir hvort Zarqawi beri líka ábyrgð á þeim árásum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×