Innlent

Nefndin komin á hreint

Helstu hagsmunagæslumenn allra stjórnmálaflokkanna eiga sæti í nefnd sem Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra skipaði í gær til að fjalla um lagalega umgjörð stjórnmálastarfssemi á Íslandi og þar með aðgang að fjármálum flokkanna. Þess er skemmst að minnast að nefnd sem skipuð var á svipaðan hátt árið 1998 til að fjalla um fjármál flokkanna komst einróma að þeirri niðurstöðu að ekki bæri að setja lög um þau mál. Sem kunnugt er er allur gangur á því hvort stjórnmálaflokkarnir greini frá fjármálum sínum en Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið andvígur því að opna bókhaldið. Tilefni forsætisráðherra til að skipa þessa nefnd núna er aukin umræða um fjármál flokkanna upp á síðkastið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×