Þurfa að taka útreið alvarlega 5. febrúar 2005 00:01 Framsóknarmenn þurfa að taka slæma útreið í skoðanakönnunum alvarlega segir Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins. Hann hvetur félaga sína til að líta yfir sviðið nú, óróa og fylgistap, og skoða í því ljósi að í haust hafi hann þótt helsta vandamál flokksins. Það blæs hvorki byrlega fyrir Framsóknarflokknum né leiðtoga hans, Halldóri Ásgrímssyni, í skoðanakönnunum þessa dagana. Í gær birti Fréttablaðið niðurstöður könnunar á fylgi við stjórnmálaflokka og kom þar fram að yrði kosið í dag töpuðu Framsóknarmenn sjö þingmönnum og fengju aðeins átta prósenta fylgi. Í dag er það svo Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sem fær skell, en samkvæmt könnun Fréttablaðsins hefur ánægja með störf hans dalað. Hringt var í 800 manns á þriðjudaginn og spurt hvernig fólki þætti Halldór hafa staðið sig sem forsætisráðherra. Af þeim sem tóku afstöðu, 87 prósentum samkvæmt Fréttablaðinu, sögðu tæplega 34 prósent að hann hefði staðið sig illa og 14 prósent frekar illa en 35,3 prósent töldu Halldór hafa staðið sig sæmilega, rúmlega 11,5 prósent vel og fimm prósent mjög vel. Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir þetta vondar fréttir sem taka beri alvarlega þó að sjálfssögðu ríki ákveðin óvissa um niðurstöður kannananna eins og gengur. Engu að síður lýsi þær ákveðinni tilhneigingu sem verði að bregðast við. Aðspurður hvað hann telji að landsmenn séu óánægðir með segir Kristinn að það geti verið eitt og annað sem leggist á eitt en hann telji að stefna ríkisstjórnarinnar í umdeildum málum sé Framsóknarflokknum ekki til framdráttar og starfshættir forystumannanna hafi verið þannig að ekki séu allir sáttir. Tveir flokkar mynda þessa ríkisstjórn sem Kristinn telur að þurfi að skoða sinn gang. Ef marka má fylgiskannanir að undanförnu virðist óánægjan hins vegar frekar beinast gegn Framsóknarflokknum en Sjálfstæðisflokknum. Kristinn H. varar Sjálfstæðismenn hins vegar við að fagna um of og segir kannanir að undanförnu sýna að fylgi við flokkinn sé langt í frá stöðugt. Miðað við útkomu Sjálfstæðisflokksins í síðustu kosningum þurfi menn þar á bæ líka að huga að sínum málum. Hann segir enn fremur að dómi almennings verði ekki áfrýjað og hann ráði hvort sem fólki þyki hann réttlátur eða ranglátur. Kristinn segir enn fremur að stjórnarflokkarnir tveir verði að hugsa sinn gang. Stjórnarflokkar alla síðustu öld hafi lengst af verið með samanlagt 60-65 prósenta fylgi en í síðustu kosningum hafi þeir haft 51 prósenta fylgi og hafi rétt náð að mynda meirihlutaríkisstjórn. Nú hafi flokkarinr vel innan við helmingsfylgi kjósenda í könnunum sem þýði að kjósendur flokkanna séu ekki sáttir við frammistöðuna. Kristinn er inntur eftir því hvort hann líti á niðurstöðu skoðanakannana sem uppreisn æru fyrir sig þar sem hann hafi barist gegn málum sem sátt hafi þótt ríkja um meðal stjórnarflokkanna. Hann svarar því á þá leið að skoða verði niðurstöður kannananna og óróann í Framsóknarflokknum í því ljósi að á síðastliðnu hausti hafi verið gripið til þess ráðs að vísa honum úr þingflokknum með þeim ummælum að fámennur og samstæður hópur væri betri en fjölmennur og veikur. Þá hafi verið litið svo á að hann væri vandi Framsóknarflokksins. Hann biðji fólk um að líta yfir sviðið nú. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Titringur á Alþingi Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Sjá meira
Framsóknarmenn þurfa að taka slæma útreið í skoðanakönnunum alvarlega segir Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins. Hann hvetur félaga sína til að líta yfir sviðið nú, óróa og fylgistap, og skoða í því ljósi að í haust hafi hann þótt helsta vandamál flokksins. Það blæs hvorki byrlega fyrir Framsóknarflokknum né leiðtoga hans, Halldóri Ásgrímssyni, í skoðanakönnunum þessa dagana. Í gær birti Fréttablaðið niðurstöður könnunar á fylgi við stjórnmálaflokka og kom þar fram að yrði kosið í dag töpuðu Framsóknarmenn sjö þingmönnum og fengju aðeins átta prósenta fylgi. Í dag er það svo Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sem fær skell, en samkvæmt könnun Fréttablaðsins hefur ánægja með störf hans dalað. Hringt var í 800 manns á þriðjudaginn og spurt hvernig fólki þætti Halldór hafa staðið sig sem forsætisráðherra. Af þeim sem tóku afstöðu, 87 prósentum samkvæmt Fréttablaðinu, sögðu tæplega 34 prósent að hann hefði staðið sig illa og 14 prósent frekar illa en 35,3 prósent töldu Halldór hafa staðið sig sæmilega, rúmlega 11,5 prósent vel og fimm prósent mjög vel. Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir þetta vondar fréttir sem taka beri alvarlega þó að sjálfssögðu ríki ákveðin óvissa um niðurstöður kannananna eins og gengur. Engu að síður lýsi þær ákveðinni tilhneigingu sem verði að bregðast við. Aðspurður hvað hann telji að landsmenn séu óánægðir með segir Kristinn að það geti verið eitt og annað sem leggist á eitt en hann telji að stefna ríkisstjórnarinnar í umdeildum málum sé Framsóknarflokknum ekki til framdráttar og starfshættir forystumannanna hafi verið þannig að ekki séu allir sáttir. Tveir flokkar mynda þessa ríkisstjórn sem Kristinn telur að þurfi að skoða sinn gang. Ef marka má fylgiskannanir að undanförnu virðist óánægjan hins vegar frekar beinast gegn Framsóknarflokknum en Sjálfstæðisflokknum. Kristinn H. varar Sjálfstæðismenn hins vegar við að fagna um of og segir kannanir að undanförnu sýna að fylgi við flokkinn sé langt í frá stöðugt. Miðað við útkomu Sjálfstæðisflokksins í síðustu kosningum þurfi menn þar á bæ líka að huga að sínum málum. Hann segir enn fremur að dómi almennings verði ekki áfrýjað og hann ráði hvort sem fólki þyki hann réttlátur eða ranglátur. Kristinn segir enn fremur að stjórnarflokkarnir tveir verði að hugsa sinn gang. Stjórnarflokkar alla síðustu öld hafi lengst af verið með samanlagt 60-65 prósenta fylgi en í síðustu kosningum hafi þeir haft 51 prósenta fylgi og hafi rétt náð að mynda meirihlutaríkisstjórn. Nú hafi flokkarinr vel innan við helmingsfylgi kjósenda í könnunum sem þýði að kjósendur flokkanna séu ekki sáttir við frammistöðuna. Kristinn er inntur eftir því hvort hann líti á niðurstöðu skoðanakannana sem uppreisn æru fyrir sig þar sem hann hafi barist gegn málum sem sátt hafi þótt ríkja um meðal stjórnarflokkanna. Hann svarar því á þá leið að skoða verði niðurstöður kannananna og óróann í Framsóknarflokknum í því ljósi að á síðastliðnu hausti hafi verið gripið til þess ráðs að vísa honum úr þingflokknum með þeim ummælum að fámennur og samstæður hópur væri betri en fjölmennur og veikur. Þá hafi verið litið svo á að hann væri vandi Framsóknarflokksins. Hann biðji fólk um að líta yfir sviðið nú.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Titringur á Alþingi Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Sjá meira