Sport

Gylfi hetja Leeds

Gylfi Einarsson var hetja Leeds United í dag er hann skoraði eina mark liðsins í sigri á Burnley á útivelli. Markið, sem jafnframt var það fyrsta sem Gylfi skorar fyrir Leeds, kom á 66. mínútu en þá skallaði kappinn fyrirgjöf Aarons Lennon af krafti í netið. Gylfi batt þar með enda á 7 leikja hrinu Burnley þar sem liði hefur haldið marki sínu hreinu á heimavelli. Eitthvað fór þetta í skapið á leikmönnum Burnley og varnarjaxlinn Frank Sinclair var síðan rekinn af velli er hann sparkaði í Gylfa eftir tæklingu Íslendingsins. Leeds komst með sigrinum í 10. sæti 1. deildarinnar, með 44 stig.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×