Enski boltinn

Enskur úr­vals­deildar­leik­maður sakaður um margar nauðganir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Leikmaðurinn sem um ræðir hefur ekki verið nafngreindur og hefur einnig haldið áfram að spila í ensku úrvalsdeildinni.
Leikmaðurinn sem um ræðir hefur ekki verið nafngreindur og hefur einnig haldið áfram að spila í ensku úrvalsdeildinni. Getty/Marc Atkins/

Leikmaður í ensku úrvalsdeildinni sætir nú rannsókn lögreglu eftir að þrjár konur komu fram og sökuðu hann um að hafa nauðgað sér.

Leikmaðurinn er yfir þrítugt og skilaði sér sjálfur á lögreglustöð til skýrslutöku 7. nóvember síðastliðinn.

Enskir fjölmiðlar geta ekki nafngreint leikmanninn vegna lögfræðilegra ástæðna. ESPN segir frá.

Leikmaðurinn hefur haldið áfram að spila fyrir félag sitt allt frá því að hann var handtekinn upphaflega í íbúð í London í júlí 2022.

Sú nauðgun á að hafa farið fram í júní 2022 eða fyrir næstum því tveimur og hálfu ári síðan.

Þegar leikmaðurinn var í haldi á sínum tíma komu einnig fram ásakanir á hendur honum um að hafa nauðgað konu í apríl og júní ári fyrr. Sú kona var á þrítugsaldri.

Þriðja fórnarlambið hefur komið fram og sakað viðkomandi leikmann um nauðgun í febrúar 2022.

Leikmaðurinn fór í yfirheyrslu í síðustu viku vegna allra þessara mála. Lögreglan í London staðfesti við ESPN að rannsókn málsins standi enn yfir og að leikmaðurinn sé á fertugsaldri.

Þar kemur einnig fram að konurnar sem hafa lagt fram kærurnar njóti fulls stuðnings frá lögreglunni sem munu rannsaka málin þeirra ítarlega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×