Dallas 3 - Houston 2 3. maí 2005 00:01 Heilladísirnar virðast vera að snúast á band Dallas Mavericks, en liðið lagði Houston Rockets í fyrsta skipti á heimavelli í nótt 103-100 og hefur nú náð forystu í einvígi liðanna. Máttastólpar Houston liðsins, þeir Yao Ming og Tracy McGrady virðast ekki hafa orku til að bera liðið á herðum sér lengur og í nótt fengu þeir tækifæri til að gera út um leikinn, en höfðu ekki taugar í það. Rockets hafa haft forystu á lykilaugnablikum í síðustu þremur leikjum, en það er eins og liðið skorti bæði kjark og úthald í að klára dæmið. Þeir geta nú jafnað metin í seríunni í næsta leik sem fram fer á heimavelli þeirra í Houston, en þar hafa þeir reyndar tapað báðum leikjum sínum í einvíginu og því má deila um það hversu vel það hentar liðinu að leika þar. Dirk Nowitzki skoraði 23 stig og hirti 13 fráköst fyrir Dallas í nótt, en það setti óneitanlega blett á leikinn að Michael Finley sást greinilega hirða frákast á lokasekúndum leiksins, með báða fætur utan vallar, en dómararnir urðu þess ekki varir og dæmdu ekkert. "Það var súrt að sjá hann komast upp með þetta, því þetta gerðist beint fyrir framan varamannabekk okkar og við sáum allir að hann var kominn með báðar lappirnar út af vellinum. Það er dýrt á þessum tímapunkti, en hvað getur maður gert, við töpuðum," sagði Jon Barry, leikmaður Houston. "Við höfum ekker til að gleðjast yfir ennþá. Þetta er ekki búið fyrr en við vinnum fjóra leiki og þangað til það gerist, erum við ekki búnir að vinna neitt," sagði Avery Johnson, þjálfari Dallas. Atkvæðamestir í liði Dallas:Dirk Nowitzki 23 stig (13 frák, 4 stolnir), Josh Howard 17 stig (8 frák), Jerry Stackhouse 17 stig, Jason Terry 13 stig (7 stoðs), Michael Finley 12 stig (6 frák), Marquis Daniels 11 stig.Atkvæðamestir í liði Houston:Yao Ming 30 stig (8 frák, 3 varin), Tracy McGrady 25 stig (9 frák, 6 stoðs, 3 stolnir), Mike James 16 stig (5 stoðs), David Wesley 8 stig, Jon Barry 7 stig, Bob Sura 7 stig. NBA Mest lesið Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Íslenski boltinn „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Íslenski boltinn Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Handbolti Fjórtán ára stúlka í langt bann fyrir að dópa Sport Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Hannes í leyfi Körfubolti Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Enski boltinn Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann Sport Fleiri fréttir Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Fram flaug áfram í bikarnum Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Sjáðu bestu tilþrifin á öðru keppniskvöldi úrvalsdeildarinnar Sigurjón hættur með Gróttu Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Hannes í leyfi Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Fólk gapir vestanhafs eftir ótrúleg tilþrif Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Sjá meira
Heilladísirnar virðast vera að snúast á band Dallas Mavericks, en liðið lagði Houston Rockets í fyrsta skipti á heimavelli í nótt 103-100 og hefur nú náð forystu í einvígi liðanna. Máttastólpar Houston liðsins, þeir Yao Ming og Tracy McGrady virðast ekki hafa orku til að bera liðið á herðum sér lengur og í nótt fengu þeir tækifæri til að gera út um leikinn, en höfðu ekki taugar í það. Rockets hafa haft forystu á lykilaugnablikum í síðustu þremur leikjum, en það er eins og liðið skorti bæði kjark og úthald í að klára dæmið. Þeir geta nú jafnað metin í seríunni í næsta leik sem fram fer á heimavelli þeirra í Houston, en þar hafa þeir reyndar tapað báðum leikjum sínum í einvíginu og því má deila um það hversu vel það hentar liðinu að leika þar. Dirk Nowitzki skoraði 23 stig og hirti 13 fráköst fyrir Dallas í nótt, en það setti óneitanlega blett á leikinn að Michael Finley sást greinilega hirða frákast á lokasekúndum leiksins, með báða fætur utan vallar, en dómararnir urðu þess ekki varir og dæmdu ekkert. "Það var súrt að sjá hann komast upp með þetta, því þetta gerðist beint fyrir framan varamannabekk okkar og við sáum allir að hann var kominn með báðar lappirnar út af vellinum. Það er dýrt á þessum tímapunkti, en hvað getur maður gert, við töpuðum," sagði Jon Barry, leikmaður Houston. "Við höfum ekker til að gleðjast yfir ennþá. Þetta er ekki búið fyrr en við vinnum fjóra leiki og þangað til það gerist, erum við ekki búnir að vinna neitt," sagði Avery Johnson, þjálfari Dallas. Atkvæðamestir í liði Dallas:Dirk Nowitzki 23 stig (13 frák, 4 stolnir), Josh Howard 17 stig (8 frák), Jerry Stackhouse 17 stig, Jason Terry 13 stig (7 stoðs), Michael Finley 12 stig (6 frák), Marquis Daniels 11 stig.Atkvæðamestir í liði Houston:Yao Ming 30 stig (8 frák, 3 varin), Tracy McGrady 25 stig (9 frák, 6 stoðs, 3 stolnir), Mike James 16 stig (5 stoðs), David Wesley 8 stig, Jon Barry 7 stig, Bob Sura 7 stig.
NBA Mest lesið Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Íslenski boltinn „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Íslenski boltinn Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Handbolti Fjórtán ára stúlka í langt bann fyrir að dópa Sport Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Hannes í leyfi Körfubolti Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Enski boltinn Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann Sport Fleiri fréttir Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Fram flaug áfram í bikarnum Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Sjáðu bestu tilþrifin á öðru keppniskvöldi úrvalsdeildarinnar Sigurjón hættur með Gróttu Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Hannes í leyfi Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Fólk gapir vestanhafs eftir ótrúleg tilþrif Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Sjá meira