Fylkir safnar liði í handboltanum 26. apríl 2005 00:01 Það er mikið líf í Árbænum þessa dagana enda ætlar Fylkir að tefla fram meistaraflokki karla á næstu leiktíð. Gamla stórskyttan Sigurður Valur Sveinsson hefur verið ráðinn sem þjálfari hjá félaginu og Fylkir er í leikmannasmölun þessa dagana. Fjölmargir leikmenn hafa verið orðaðir við félagið á síðustu dögum en ekkert fengist staðfest. Fréttablaðið hefur traustar heimildir fyrir því að fimm leikmenn hafi hug á að semja við Fylki og að þeir muni semja við félagið á næstu dögum. Leikmennirnir sem um ræðir eru Heimir Örn Árnason, Hlynur Jóhannesson, Ingólfur Axelsson, Guðlaugur Arnarsson og Arnar Þór Sæþórsson. Heimir og Hlynur koma frá Val en hinir þrír léku allir með Fram síðasta vetur. Nafn Valsarans Baldvins Þorsteinssonar hefur einnig verið nefnt í þessu sambandi en samkvæmt sömu heimildum gæti vel farið svo að hann gangi einnig í raðir Fylkis. Heimir Örn tilkynnti Valsmönnum í gær að hann væri hættur hjá félaginu og þegar Fréttablaðið spurði hann að því hvort hann væri á leið í Fylki var svarið einfalt: "No comment." "Það hafa leikmenn lýst yfir áhuga á að spila með okkur en við höfum ekki samið við neinn leikmann enn sem komið er," sagði Sigurður Jensson, formaður handknattleiksdeildar Fylkis, sem fagnaði því að leikmenn sýndu áhuga á að koma til félagsins. Hann segir Fylkismenn ekki ætla að vera neina farþega í deildinni næsta vetur. "Það standa allir jafnfætis næsta vetur og nú er rétti tíminn til þess að taka þátt. Fylkishverfið fer sístækkandi og það ætti að vera grundvöllur fyrir því að reka öflugt handboltastarf hjá Fylki á komandi árum." Það er ekki ódýrt að byggja meistaraflokk frá grunni en Sigurður segir að fjárhagslegar aðstæður séu í góðu lagi. "Við erum komnir með góða bakhjarla sem eru bæði einstaklingar og fyrirtæki og vonandi slást fleiri í slaginn með okkur. Viðhorfið gagnvart handboltastarfi í Árbænum er mjög jákvætt," sagði Sigurður. Íslenski handboltinn Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Fleiri fréttir Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Meistarar mætast í bikarnum Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Efnilegur leikmaður lést í bílslysi Bitinn og klóraður af ketti nágrannans Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Sjá meira
Það er mikið líf í Árbænum þessa dagana enda ætlar Fylkir að tefla fram meistaraflokki karla á næstu leiktíð. Gamla stórskyttan Sigurður Valur Sveinsson hefur verið ráðinn sem þjálfari hjá félaginu og Fylkir er í leikmannasmölun þessa dagana. Fjölmargir leikmenn hafa verið orðaðir við félagið á síðustu dögum en ekkert fengist staðfest. Fréttablaðið hefur traustar heimildir fyrir því að fimm leikmenn hafi hug á að semja við Fylki og að þeir muni semja við félagið á næstu dögum. Leikmennirnir sem um ræðir eru Heimir Örn Árnason, Hlynur Jóhannesson, Ingólfur Axelsson, Guðlaugur Arnarsson og Arnar Þór Sæþórsson. Heimir og Hlynur koma frá Val en hinir þrír léku allir með Fram síðasta vetur. Nafn Valsarans Baldvins Þorsteinssonar hefur einnig verið nefnt í þessu sambandi en samkvæmt sömu heimildum gæti vel farið svo að hann gangi einnig í raðir Fylkis. Heimir Örn tilkynnti Valsmönnum í gær að hann væri hættur hjá félaginu og þegar Fréttablaðið spurði hann að því hvort hann væri á leið í Fylki var svarið einfalt: "No comment." "Það hafa leikmenn lýst yfir áhuga á að spila með okkur en við höfum ekki samið við neinn leikmann enn sem komið er," sagði Sigurður Jensson, formaður handknattleiksdeildar Fylkis, sem fagnaði því að leikmenn sýndu áhuga á að koma til félagsins. Hann segir Fylkismenn ekki ætla að vera neina farþega í deildinni næsta vetur. "Það standa allir jafnfætis næsta vetur og nú er rétti tíminn til þess að taka þátt. Fylkishverfið fer sístækkandi og það ætti að vera grundvöllur fyrir því að reka öflugt handboltastarf hjá Fylki á komandi árum." Það er ekki ódýrt að byggja meistaraflokk frá grunni en Sigurður segir að fjárhagslegar aðstæður séu í góðu lagi. "Við erum komnir með góða bakhjarla sem eru bæði einstaklingar og fyrirtæki og vonandi slást fleiri í slaginn með okkur. Viðhorfið gagnvart handboltastarfi í Árbænum er mjög jákvætt," sagði Sigurður.
Íslenski handboltinn Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Fleiri fréttir Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Meistarar mætast í bikarnum Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Efnilegur leikmaður lést í bílslysi Bitinn og klóraður af ketti nágrannans Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Sjá meira