San Antonio 2 - Denver 1 1. maí 2005 00:01 Það var ekki spilaður sérstaklega fallegur körfuknattleikur í Denver í gærkvöldi, þegar San Antonio Spurs náðu aftur heimavallarréttinum í einvígi liðanna með 86-78 sigri. Liði San Antonio er þó alveg sama og þeir eru nú komnir í ökumannssætið í seríunni. Þegar Denver náði óvænt forystunni í einvíginu í fyrsta leiknum, var það af því liðið náði að nýta sér styrkleika sína, sem höfðu tryggt liðinu svo gott gengi á síðari helmingi tímabilsins. Nú hefur liðið hinsvegar freistast til að leika að hætti San Antonio og á meðan svo er, eiga þeir litla möguleika. Leikurinn í gær var mjög harður og hægur, en það er einmitt leikur sem hentar Spurs mjög vel. Í stað þess að spila harða vörn og keyra hraðaupphlaup, fóru Denver að "slást" við andstæðinga sína og leika hægan bolta, en það hentar liði Denver engann veginn og nú verður liðið að vinna sigur í næsta leik ef ekki á illa að fara. Robert Horry setti naglann í kistu Denver í fjórða leikhlutanum, þegar hann skoraði tvær þriggja stiga körfur með stuttu millibili og kom Spurs í góða forystu, eftir að liðið hafði skorað aðeins 11 stig í þriðja leikhlutanum. Denver náði ekki að nýta sér að Tim Duncan átti hörmulegan leik sóknarlega, sem ekki gerist oft, en hann skoraði aðeins 11 stig í leiknum og hitti afar illa. Argentínski sprellikarlinn Manu Ginobili átti enn einn stórleikinn fyrir Spurs af varamannabekknum og skoraði 32 stig. Hann keyrði upp að körfu Denver við hvert tækifæri og sótti villur með hugrökkum tilþrifum sínum. Hann var keyrður í gólfið hvað eftir annað, en hélt áfram og var liði Spurs mikilvægur enn eina ferðina. "Ég þarf að láta son minn hafa spólu af þessum leik til að kenna honum hvernig á að leika körfubolta," sagði George Karl, þjálfari Denver kaldhæðnislega eftir leikinn. "Ginobili óð inn í teginn hjá okkur hvað eftri annað og lét okkur berja sig og barði okkur. Þetta var ekki sérlega fallegt, en ég býst við að þetta sé ný tegund af körfubolta," sagði Karl. "Þeir léku góða vörn á mig. Ég var að fá skot sem ég hefði átt að setja niður, en hitti illa. Það verður víst að skrifast á góða vörn þeirra, en ég verð nú að eigna mér eitthvað af heiðrinum," sagði Tim Duncan hæðnislega um slakan leik sinn. "Ég er stoltur af strákunum. Þeir léku góða vörn allan leikinn. Robert Horry skoraði mjög mikilvægar körfur í lokin og Manu var mjög harður allan leikinn," sagði Gregg Popovich. Atkvæðamestir í liði San Antonio:Manu Ginobili 32 stig (9 frák), Robert Horry 13 stig, Tim Duncan 11 stig (11 frák), Tony Parker 10 stig, Beno Udrih 6 stig, Bruce Bowen 5 stig (6 frák).Atkvæðamestir í liði Denver:Carmelo Anthony 19 stig (6 frák), Kenyon Martin 18 stig, Andre Miller 12 stig (7 stoðs, 6 frák), Marcus Camby 12 stig (14 frák, 5 varin), Earl Boykins 8 stig, DeMarr Johnson 6 stig. NBA Mest lesið „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti „Vorum bara heppnir að landa þessu“ Körfubolti „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Handbolti „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Fótbolti „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Körfubolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Körfubolti Fleiri fréttir „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Uppgjörið og viðtöl: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Lyftu sér upp í annað sætið „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stefán Ingi allt í öllu í sigri Sandefjord „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Martin flottur í stórsigri Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Kristian og Nökkvi skoruðu báðir í sigri Sparta Eggert lagði upp mark og lærisveinar Freys sneru leiknum við í seinni Orri og félagar fóru heim frá Kanaríeyjum með öll þrjú stigin Þórir lagði upp jöfnunarmark í Íslendingaslag í Seríu A Þrjár landsliðskonur fengu áletrað úr frá KSÍ Fékk hjólhestaspyrnu í hausinn og endaði á sjúkrahúsi Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Tveir létust í hjólreiðakeppni Sjá meira
Það var ekki spilaður sérstaklega fallegur körfuknattleikur í Denver í gærkvöldi, þegar San Antonio Spurs náðu aftur heimavallarréttinum í einvígi liðanna með 86-78 sigri. Liði San Antonio er þó alveg sama og þeir eru nú komnir í ökumannssætið í seríunni. Þegar Denver náði óvænt forystunni í einvíginu í fyrsta leiknum, var það af því liðið náði að nýta sér styrkleika sína, sem höfðu tryggt liðinu svo gott gengi á síðari helmingi tímabilsins. Nú hefur liðið hinsvegar freistast til að leika að hætti San Antonio og á meðan svo er, eiga þeir litla möguleika. Leikurinn í gær var mjög harður og hægur, en það er einmitt leikur sem hentar Spurs mjög vel. Í stað þess að spila harða vörn og keyra hraðaupphlaup, fóru Denver að "slást" við andstæðinga sína og leika hægan bolta, en það hentar liði Denver engann veginn og nú verður liðið að vinna sigur í næsta leik ef ekki á illa að fara. Robert Horry setti naglann í kistu Denver í fjórða leikhlutanum, þegar hann skoraði tvær þriggja stiga körfur með stuttu millibili og kom Spurs í góða forystu, eftir að liðið hafði skorað aðeins 11 stig í þriðja leikhlutanum. Denver náði ekki að nýta sér að Tim Duncan átti hörmulegan leik sóknarlega, sem ekki gerist oft, en hann skoraði aðeins 11 stig í leiknum og hitti afar illa. Argentínski sprellikarlinn Manu Ginobili átti enn einn stórleikinn fyrir Spurs af varamannabekknum og skoraði 32 stig. Hann keyrði upp að körfu Denver við hvert tækifæri og sótti villur með hugrökkum tilþrifum sínum. Hann var keyrður í gólfið hvað eftir annað, en hélt áfram og var liði Spurs mikilvægur enn eina ferðina. "Ég þarf að láta son minn hafa spólu af þessum leik til að kenna honum hvernig á að leika körfubolta," sagði George Karl, þjálfari Denver kaldhæðnislega eftir leikinn. "Ginobili óð inn í teginn hjá okkur hvað eftri annað og lét okkur berja sig og barði okkur. Þetta var ekki sérlega fallegt, en ég býst við að þetta sé ný tegund af körfubolta," sagði Karl. "Þeir léku góða vörn á mig. Ég var að fá skot sem ég hefði átt að setja niður, en hitti illa. Það verður víst að skrifast á góða vörn þeirra, en ég verð nú að eigna mér eitthvað af heiðrinum," sagði Tim Duncan hæðnislega um slakan leik sinn. "Ég er stoltur af strákunum. Þeir léku góða vörn allan leikinn. Robert Horry skoraði mjög mikilvægar körfur í lokin og Manu var mjög harður allan leikinn," sagði Gregg Popovich. Atkvæðamestir í liði San Antonio:Manu Ginobili 32 stig (9 frák), Robert Horry 13 stig, Tim Duncan 11 stig (11 frák), Tony Parker 10 stig, Beno Udrih 6 stig, Bruce Bowen 5 stig (6 frák).Atkvæðamestir í liði Denver:Carmelo Anthony 19 stig (6 frák), Kenyon Martin 18 stig, Andre Miller 12 stig (7 stoðs, 6 frák), Marcus Camby 12 stig (14 frák, 5 varin), Earl Boykins 8 stig, DeMarr Johnson 6 stig.
NBA Mest lesið „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti „Vorum bara heppnir að landa þessu“ Körfubolti „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Handbolti „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Fótbolti „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Körfubolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Körfubolti Fleiri fréttir „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Uppgjörið og viðtöl: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Lyftu sér upp í annað sætið „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stefán Ingi allt í öllu í sigri Sandefjord „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Martin flottur í stórsigri Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Kristian og Nökkvi skoruðu báðir í sigri Sparta Eggert lagði upp mark og lærisveinar Freys sneru leiknum við í seinni Orri og félagar fóru heim frá Kanaríeyjum með öll þrjú stigin Þórir lagði upp jöfnunarmark í Íslendingaslag í Seríu A Þrjár landsliðskonur fengu áletrað úr frá KSÍ Fékk hjólhestaspyrnu í hausinn og endaði á sjúkrahúsi Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Tveir létust í hjólreiðakeppni Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram