Innlent

Undrast áform iðnaðarráðherra

Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs lýsir í tilkynningu furðu sinni á bollaleggingum Valgerðar Sverrisdóttur iðnaðarráðherra um sameiningu orkufyrirtækja. Þingflokkurinn mótmælir harðlega öllum áformum ráðherrans um frekari markaðs- og einkavæðingu almannaþjónustu á sviði orkuframleiðslu og orkudreifingar á næstu árum.  Í fréttatilkynningu frá þingflokknum segir enn fremur að hugmyndir ráðherrans gangi þvert á vilja heimamanna á svæðum Rafmagnsveitna ríkisins og Orkubús Vestfjarða. Þessi áform, ef af verði, feli í sér hrein svik á þeim loforðum sem Vestfirðingum hafi verið gefin um áframhaldandi sjálfstæðan rekstur Orkubúsins og óbreytt umsvif vestra þegar sveitarfélögin hafi neyðst til að selja Orkubúið vegna erfiðrar fjárhagsstöðu fyrir nokkrum árum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×