Hljóta að geta fyrirgefið Fischer 18. febrúar 2005 00:01 Ef menn gátu fyrirgefið Khadafi Líbíuleiðtoga hljóta þeir að geta fyrirgefið Bobby Fischer, segir utanríkisráðherra, og vill ekki meina að Bandaríkjamenn hafi beitt íslensk stjórnvöld þrýstingi til að draga boð um dvalarleyfi til handa Fischer til baka. Davíð Oddsson utanríkisráðherra bauð Bobby Fischer landvistarleyfir fyrir jól. Í vikunnni komst allsherjarnefnd Alþingis að þeirri niðurstöðu að ekki væri rétt að svo komnu máli að veita honum ríkisborgararétt. Davíð segir að það þýði það eitt að ríkisborgararétturinn standi Bobby Fischer til boða ef hann kemur til landsins og kýs að sækjast eftir honum. Það hljóti að vera innlegg í málið gangvart honum að sú afstaða liggi fyrir þó að það sé skiljanleg afstaða að það sé ekki hægt að veita ríkisborgararétt að manninum fjarstöddum og hann hafi ekki komið til landsins í rúm 30 ár. Davíð telur einnig nauðsynlegt vegna ummæla stuðningsmanna Fischers að benda á að allir pappírar og ferðaheimildir vegna dvalarleyfis hér séu fyrir hendi. Ástæða þess að Davíð ítrekar þetta svona er að líkindum sú að Útlendingastofnun hefur ekki enn þá staðfest að Fischer fái landvistarleyfi hér á landi þó að utanríkisráðuneytið hafi sent frá sér tilkynningu þess efnis þann 15. desember síðastliðinn að við beiðni Fischers yrði orðið. Stuðningsmenn Fischers eiga þó fund með stjórnendum Útlendingastofnunar eftir helgi til að reyna að afgreiða það mál. Bandaríkjamenn hafa sem kunnugt er lýst yfir óánægju með frumkvæði Íslendinga og beitt Japana þrýstingi vegna þessa. En hvað með stjórnvöld hér á landi? Spurður hvort Bandaríkjamenn hafi beitt þrýstingi í málinu segir Davíð ekki vilja kalla það því nafni. Sendiherra Bandaríkjanna hafi formlega mótmælt þessu við íslensk stjórnvöld og þeim finnist afar miður að vera í slag við sitt helsta vinaríki. Íslensk stjórnvöld telji málið hins vegar frekar mannúðarmál en utanríkismál. Þegar Davíð er inntur eftir því hvort hann telji persónulega að Fischer eigi eftir að koma hingað til lands segir hann að hann telji helmingslíkur á því og hann voni að Fischer fái tækifæri til þess. Honum sýnist aðstæður Fischers um þessar mundir ómögulegar og honum fyndist afskaplega dapurlegt ef draga ætti Fischer, sem búi varla við fulla heilsu, fyrir rétt fyrir löngu liðin brek. Honum finnist að menn eigi að horfa gegnum fingur sér gangvart Fischer. Stórveldin hafi fyrirgefið Khadafi Líbíuleiðtoga sem hafi gert ýmislegt og geti menn fyrirgefið Khadafi hljóti menn að geta fyrirgefið Fischer. Bobby Fischer Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Sjá meira
Ef menn gátu fyrirgefið Khadafi Líbíuleiðtoga hljóta þeir að geta fyrirgefið Bobby Fischer, segir utanríkisráðherra, og vill ekki meina að Bandaríkjamenn hafi beitt íslensk stjórnvöld þrýstingi til að draga boð um dvalarleyfi til handa Fischer til baka. Davíð Oddsson utanríkisráðherra bauð Bobby Fischer landvistarleyfir fyrir jól. Í vikunnni komst allsherjarnefnd Alþingis að þeirri niðurstöðu að ekki væri rétt að svo komnu máli að veita honum ríkisborgararétt. Davíð segir að það þýði það eitt að ríkisborgararétturinn standi Bobby Fischer til boða ef hann kemur til landsins og kýs að sækjast eftir honum. Það hljóti að vera innlegg í málið gangvart honum að sú afstaða liggi fyrir þó að það sé skiljanleg afstaða að það sé ekki hægt að veita ríkisborgararétt að manninum fjarstöddum og hann hafi ekki komið til landsins í rúm 30 ár. Davíð telur einnig nauðsynlegt vegna ummæla stuðningsmanna Fischers að benda á að allir pappírar og ferðaheimildir vegna dvalarleyfis hér séu fyrir hendi. Ástæða þess að Davíð ítrekar þetta svona er að líkindum sú að Útlendingastofnun hefur ekki enn þá staðfest að Fischer fái landvistarleyfi hér á landi þó að utanríkisráðuneytið hafi sent frá sér tilkynningu þess efnis þann 15. desember síðastliðinn að við beiðni Fischers yrði orðið. Stuðningsmenn Fischers eiga þó fund með stjórnendum Útlendingastofnunar eftir helgi til að reyna að afgreiða það mál. Bandaríkjamenn hafa sem kunnugt er lýst yfir óánægju með frumkvæði Íslendinga og beitt Japana þrýstingi vegna þessa. En hvað með stjórnvöld hér á landi? Spurður hvort Bandaríkjamenn hafi beitt þrýstingi í málinu segir Davíð ekki vilja kalla það því nafni. Sendiherra Bandaríkjanna hafi formlega mótmælt þessu við íslensk stjórnvöld og þeim finnist afar miður að vera í slag við sitt helsta vinaríki. Íslensk stjórnvöld telji málið hins vegar frekar mannúðarmál en utanríkismál. Þegar Davíð er inntur eftir því hvort hann telji persónulega að Fischer eigi eftir að koma hingað til lands segir hann að hann telji helmingslíkur á því og hann voni að Fischer fái tækifæri til þess. Honum sýnist aðstæður Fischers um þessar mundir ómögulegar og honum fyndist afskaplega dapurlegt ef draga ætti Fischer, sem búi varla við fulla heilsu, fyrir rétt fyrir löngu liðin brek. Honum finnist að menn eigi að horfa gegnum fingur sér gangvart Fischer. Stórveldin hafi fyrirgefið Khadafi Líbíuleiðtoga sem hafi gert ýmislegt og geti menn fyrirgefið Khadafi hljóti menn að geta fyrirgefið Fischer.
Bobby Fischer Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Sjá meira