Erlent

Valdbeiting á landnemabyggðum

Ísraelskar hersveitir brutust með valdi inn í tvær landnemabyggðir gyðinga á Vesturbakkanum í morgun og drógu þaðan öfgahægrimenn sem komið höfðu sér þar fyrir. Lögreglumenn réðust inn í bænahús og borgarvirki í byggðunum Sanur og Homesh, en þar voru landnemar búnir undir átök. Þeir létu rigna flösku, ljósaperum, málningu, tómatsósu, eggjum og matarolíu yfir lögregluliðið sem lét það ekki á sig fá heldur fjarlægði fólkið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×