Erlent

Slysaskot í innflytjendaerjum

Tveir ungir menn særðust í uppgjöri tveggja hópa innflytjenda í Kaupmannahöfn í fyrrakvöld. Tvö skot hlupu úr byssu sem höfð var um hönd, að því er virðist fyrir slysni. Lentu þau í tveimur félögum byssumannsins, í hönd annars en í nára hins. Sár þeirra voru hins vegar ekki alvarleg. Hóparnir hittust vegna orðróms um lauslæti systur eins úr öðrum hópnum. Vildi bróðir hennar vernda heiður fjölskyldunnar með því að útkljá málið við hinn hópinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×