Erlent

Danir vilja út

Samkvæmt nýrri skoðanakönnun vill fimmti hver Dani á fullorðinsaldri flytja til útlanda. Hlutfallið er enn hærra hjá námsmönnum, en helmingur þeirra stefnir á að búa í öðru landi. Spánn er það land sem flesta langar að búa í en samkvæmt opinberum tölum flytjast flestir Danir samt til Svíþjóðar. Þessi aukna útþrá skýrist af áhuga ungra Dana á að mennta sig og vinna í útlöndum. Eldri kynslóðir hafi síður talið flutning til útlanda vænlegan kost.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×