Erlent

Tíminn of naumur

Formaður stjórnarskrárnefndar Íraks telur þrjá daga ekki nægja til að ná samkomulagi um stjórnskipan landsins. Vera má að plaggið verði borið undir þjóðaratkvæði þrátt fyrir andstöðu súnnía. Rétt áður en fresturinn til að greiða atkvæði um stjórnarskrárdrögin á íraska þinginu rann út á mánudagskvöldið var ákveðið að fresta afgreiðslunni um þrjá daga svo að vinna mætti þeim fylgis á meðal súnnía. Humam Hammoudi, formaður stjórnarskrárnefndarinnar, viðurkenndi hins vegar í gær að sá tími gæti reynst of naumur þar sem um grundvallarágreining um stjórnskipunina væri að ræða, einkum um hversu miðstýrt landið á að vera. Aðspurður hvernig höggvið yrði á hnútinn næðist ekki sátt um málið sagði hann að "íraska þjóðin á ráða." Fari hins vegar svo að Kúrdar og sjíar samþykki stjórnarskrá sem súnníar geta með engu móti fellt sig við eru allar líkur á að rósturnar í landinu færist enn í vöxt og haldi áfram um ókomna tíð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×