Innlent

Sushiverksmiðja gjaldþrota

Sushi-sjávarréttaverksmiðjan Sindraberg á Ísafirði er gjaldþrota og hefur skiptastjóri verið ráðinn yfir þrotabúinu. "Þetta er ekki fyrsta fyrirtækið sem við sjáum á eftir. Þetta var góður vinnustaður og fólkinu líkaði störfin vel," segir Helgi Ólafsson, varaformaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga. Sextán starfsmenn fengu uppsagnarbréf í fyrrardag. "Fólkið er enn miður sín en ég vona að atvinna bjóðist á næstunni. Hátt gengi krónunnar samfara stóriðjuframkvæmdum réði úrslitum. Þessi álstefna fer að verða okkur Vestfirðingum dýr," segir Helgi



Fleiri fréttir

Sjá meira


×