Erlent

Deilt um öryggismyndavélar

Breska blaðið The Independent segir að lögreglan hafi skýrt rannsóknarnefndinni sem rannsakar tildrög málsins að engin af öryggismyndavélunum á lestarstöðinni hafi verið í lagi og því væru engar myndir til af atburðinum. Í skjali frá lögreglu til nefndarinnar segir að allar myndavélar hafi verið skoðaðar en vegna tæknilegra vandamála væru engar myndir til. Talsmenn fyrirtækisins sem reka neðanjarðarlestir Lundúna sendu frá sér yfirlýsingu þar sem segir að þeir viti ekki af neinum bilunum í eftirlitsmyndavélum í Stockwell lestarstöðinni daginn sem Menezes var skotinn. ITV sjónvarpsstöðin birti mynd af líki Menezes á gólfi lestarvagnsins. Lögreglan segir að ekki hafi náðst myndir úr lestarvagninum þrátt fyrir að myndavélar væru í báðum endum vagnsins því bilun hafi verið í harða diski þeirra.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×