Erlent

Yfirgefa heimli sín vegna átaka

Hundruð Íraka hafa yfirgefið heimili sín í bænum Rawah, vegna stöðugrar baráttu milli bandaríska hersins og íraskra uppreisnarmanna. Hús, verslanir og opinberar byggingar eru víða í rúst og hafa margar götur verið lokaðar. Íbúar Rawah segja bæinn helst líkjast draugabæ og ómögulegt sé að búa þar lengur. Fólkið gistir nú í skólabyggingum í nærliggjandi bæjum en er flest án matar eða atvinnu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×