Erlent

Ekki bólar enn á stjórnarskrá

Ekkert bólar enn á stjórnarskrá Íraks, en hún á að liggja fyrir í dag. Í síðustu viku gáfu írakskir þingmenn sér viku til viðbótar til að ná sáttum um drög að stjórnarskrá og virðist sem að þeir hafi um fátt annað að velja í dag en að framlengja frestinn um aðra viku. Fulltrúar Súnníta í stjórnarskrárnefndinni eru sagðir hugleiða að stöðva framgang stjórnarskrár með hvaða ráðum sem er, en ennþá mun vera deilt um lykilatriði eins og skiptingu olíuauðs og hlutverk trúarleiðtoga í ríkinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×