Breytir einhverju hvort greitt sé 22. ágúst 2005 00:01 Tónlistarheimurinn hefur tekið stökkbreytingum á undanförnum árum. Tónlistarunnendur hlaða tónlist niður af netinu og hlusta á hana á mp3 spilaranum sínum. Enn breytir það einhverju fyrir tónlistarmarkaðinn sem slíkan? Eru geisladiskar til dæmis á undanhaldi? Þótt forstjórar stóru plötufyrirtækjanna séu æfir yfir þessari þróun þá verður ekki sömu sögu að segja um neytendur. Þeir segja að niðurhalið komi í veg fyrir að þeir eyði tvö þúsund krónum í disk með einu góðu lagi. Þeir geti nú velt nokkrum lögum fyrir sér en að endingu kaupi þeir alltaf geisladiskinn ef þeim líkar vel við tónlistina. Þar að auki kaupi þeir alltaf diskinn með eftirlætishljómsveitinni sinni. Þeir sem eru hins vegar á móti niðurhali segja að það hvetji óprúttna aðila til að ræna upptökum á plötum sem enn eru ekki komnar út. Þannig hafa hljómsveitir á borð við Coldplay og U2 lent í því að nýjustu skífum þeirra var komið á netið áður en þær bárust í verslanir. Þeir sem tilheyra þessum hópi segja líka niðurhalið skemmi alla plötuútgáfu. Ekki er eingöngu við netið að sakast því nú eru flestar tölvur komnar með brennara, geta fengið geisladiska lánaða og sett þá yfir í tölvuna sína. Nýjasti diskur Gorillaz var meðal annars með vörn gagnvart þessu. Ekki var hægt að brenna diskinn og því gat sá sem hafði keypt hana eingöngu hlustað á hana. Þetta má er mjög eldfimmt, ekki að ósekju. Tónlistarmarkaðurinn er einn sá stærsti í heiminum. Eitt stærsta netfyrirtækið, Napster, tapaði máli fyrir ekki margt löngu fyrir hæstarétti Bandaríkjanna og neyddist til að loka síðunni sinni. Þar gátu notendur nálgast ókeypis tónlist með einföldum hætti. Nú er Napster hins vegar löglegt fyrirtæki þar sem áskrifendur borga um fimmtán hundruð krónur fyrir aðgang. Þeir greiða þó ekki fyrir fyrir hvert lag og munurinn bara sá að niðurhalið er ekki ókeypis heldur græðir Napster núna pening. Þá er hægt að nálgast forrit eins og DC++ og Limewire ókeypis en þeir sem notast við þau segjast aldrei hafa keypt sér jafn mikið af tónlist. "Ég er að kynnast og kaupa tónlist með listamönnum sem ég hefði aldrei komist í kynni við nema fyrir tilstilli þessara forrita," sagði einn notandi við greinarhöfund. Stuldur á tónlist er aldrei réttlátur og það ætti að koma í veg fyrir hann með öllum tiltækum ráðum. Plötur eiga aldrei að vera komnar á netið áður en þær koma í búðir. Hins vegar verður ekki horft framhjá þeirri staðreynd að þeir sem notast við þessi forrit eru áhugamenn um tónlist, vilja kynna sér hana og heyra eitthvað annað en það sem er markaðsett af stóru fyrirtækjunum. Slíkri tónlist kynnast þeir í gegnum netið og ef þeir "fíla" hana er platan keypt. Freyr Gígja Gunnarsson freyrgigja@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Freyr Gígja Gunnarsson Í brennidepli Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Tónlistarheimurinn hefur tekið stökkbreytingum á undanförnum árum. Tónlistarunnendur hlaða tónlist niður af netinu og hlusta á hana á mp3 spilaranum sínum. Enn breytir það einhverju fyrir tónlistarmarkaðinn sem slíkan? Eru geisladiskar til dæmis á undanhaldi? Þótt forstjórar stóru plötufyrirtækjanna séu æfir yfir þessari þróun þá verður ekki sömu sögu að segja um neytendur. Þeir segja að niðurhalið komi í veg fyrir að þeir eyði tvö þúsund krónum í disk með einu góðu lagi. Þeir geti nú velt nokkrum lögum fyrir sér en að endingu kaupi þeir alltaf geisladiskinn ef þeim líkar vel við tónlistina. Þar að auki kaupi þeir alltaf diskinn með eftirlætishljómsveitinni sinni. Þeir sem eru hins vegar á móti niðurhali segja að það hvetji óprúttna aðila til að ræna upptökum á plötum sem enn eru ekki komnar út. Þannig hafa hljómsveitir á borð við Coldplay og U2 lent í því að nýjustu skífum þeirra var komið á netið áður en þær bárust í verslanir. Þeir sem tilheyra þessum hópi segja líka niðurhalið skemmi alla plötuútgáfu. Ekki er eingöngu við netið að sakast því nú eru flestar tölvur komnar með brennara, geta fengið geisladiska lánaða og sett þá yfir í tölvuna sína. Nýjasti diskur Gorillaz var meðal annars með vörn gagnvart þessu. Ekki var hægt að brenna diskinn og því gat sá sem hafði keypt hana eingöngu hlustað á hana. Þetta má er mjög eldfimmt, ekki að ósekju. Tónlistarmarkaðurinn er einn sá stærsti í heiminum. Eitt stærsta netfyrirtækið, Napster, tapaði máli fyrir ekki margt löngu fyrir hæstarétti Bandaríkjanna og neyddist til að loka síðunni sinni. Þar gátu notendur nálgast ókeypis tónlist með einföldum hætti. Nú er Napster hins vegar löglegt fyrirtæki þar sem áskrifendur borga um fimmtán hundruð krónur fyrir aðgang. Þeir greiða þó ekki fyrir fyrir hvert lag og munurinn bara sá að niðurhalið er ekki ókeypis heldur græðir Napster núna pening. Þá er hægt að nálgast forrit eins og DC++ og Limewire ókeypis en þeir sem notast við þau segjast aldrei hafa keypt sér jafn mikið af tónlist. "Ég er að kynnast og kaupa tónlist með listamönnum sem ég hefði aldrei komist í kynni við nema fyrir tilstilli þessara forrita," sagði einn notandi við greinarhöfund. Stuldur á tónlist er aldrei réttlátur og það ætti að koma í veg fyrir hann með öllum tiltækum ráðum. Plötur eiga aldrei að vera komnar á netið áður en þær koma í búðir. Hins vegar verður ekki horft framhjá þeirri staðreynd að þeir sem notast við þessi forrit eru áhugamenn um tónlist, vilja kynna sér hana og heyra eitthvað annað en það sem er markaðsett af stóru fyrirtækjunum. Slíkri tónlist kynnast þeir í gegnum netið og ef þeir "fíla" hana er platan keypt. Freyr Gígja Gunnarsson freyrgigja@frettabladid.is
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar