Erlent

Bakijev kjörinn forseti Kirgistans

Kurmanbek Bakijev hefur verið kjörinn forseti Kirgistans. Þegar búið var að telja nærri öll atkvæði í morgun hafði Bakijev hlotið nærri áttatíu og níu prósent talinna atkvæða og því unnið kosningarnar með algjörum yfirburðum. Bakijev hefur gegnt embætti forseta í um fimm mánuði eða allt síðan Askar Akajev, fyrrum forseti, flúði í útlegð eftir að gífurleg mótmæli brutust út í landinu. Þátttaka í forsetakosningunum fór fram úr björtustu vonum og var nærri sjötíu og fimm prósent. Öryggis og samvinnustofnun Evrópu, ÖSE, segir að það hafi mátt merkja „áþreifanlegar famfarir“ við framkvæmd kosninganna



Fleiri fréttir

Sjá meira


×