Ör--"þrifa"--ráð 23. mars 2005 00:01 Það er staðreynd að mörgum finnst leiðinlegt að þrífa. Það er samt eitthvað við hreingerningarlykt og nýskúruð gólf sem býður hátíðinni í bæinn, eins og páskunum. Það er alger óþarfi að nýta hálft fríið í það að þrífa fyrir hátíð sem varir ekki svo lengi -- þó það sé auðvitað voðalega gaman að hafa fínt inni hjá sér. Hér er rétt að minnast á nokkrar svindlaðferðir til að láta þig sjálfa/n og annað fólk halda að það sé voðalega hreint og fínt inni hjá þér. Það er líka svolítið gaman að svindla og plata endrum og eins. * Opnaðu svalahurðina og líka útidyrahurðina. Láttu blása vel í gegn svo allt rykið sogist í gegnumtrekkinn og fjúki út í eilífðina. Þá er það allavega ekki á þínum gólfum lengur. * Keyptu þér hreingerningarúðann með sterkustu lyktinni úti í búð. Hann þarf að vera í úðaformi. Taktu þig til og úðaðu hreingerningarúðanum út um hólf og gólf, inn í alla skápa og út um allt. Þá ilmar íbúðin af hreinlæti. Mmmmm...finnurðu það ekki? * Fylltu allar hillur af páskaskrauti og fínheitum -- þá sér ekki í rykið í hillunum. * Keyptu þér tilbúið deig. Það má vera hvað sem er -- piparköku eða pítsudeig -- bara svo lengi sem það komi bökunarlykt. Skelltu deiginu í ofninn og bakaðu það við lágan hita svo sem mest lykt komi jafnt og þétt. Vertu síðan búin/n að kaupa nokkrar kökur og góð brauð í búðinni svo allir haldi að þú hafi bakað þetta allt sjálf/ur. Voða sniðugt. * Hafðu alltaf rúmteppi ofan á sænginni! Þetta er mjög mikilvægt -- það er svo leiðinlegt að skipta á rúminu. * Blástu upp blöðrur og hengdu á öll rafmagnstæki í húsinu. Blöðrurnar eru rafmagnaðar og soga í sig rykið sem leynist í mjóum rifum og rákum. Svo eru þær líka flott skraut -- mundu bara að kaupa gular. * Svo er það klassíska -- hentu öllu tilfallandi undir rúm og inn í skáp. Skapaðu naumhyggjustemningu um páskana! Hús og heimili Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Fleiri fréttir Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Sjá meira
Það er staðreynd að mörgum finnst leiðinlegt að þrífa. Það er samt eitthvað við hreingerningarlykt og nýskúruð gólf sem býður hátíðinni í bæinn, eins og páskunum. Það er alger óþarfi að nýta hálft fríið í það að þrífa fyrir hátíð sem varir ekki svo lengi -- þó það sé auðvitað voðalega gaman að hafa fínt inni hjá sér. Hér er rétt að minnast á nokkrar svindlaðferðir til að láta þig sjálfa/n og annað fólk halda að það sé voðalega hreint og fínt inni hjá þér. Það er líka svolítið gaman að svindla og plata endrum og eins. * Opnaðu svalahurðina og líka útidyrahurðina. Láttu blása vel í gegn svo allt rykið sogist í gegnumtrekkinn og fjúki út í eilífðina. Þá er það allavega ekki á þínum gólfum lengur. * Keyptu þér hreingerningarúðann með sterkustu lyktinni úti í búð. Hann þarf að vera í úðaformi. Taktu þig til og úðaðu hreingerningarúðanum út um hólf og gólf, inn í alla skápa og út um allt. Þá ilmar íbúðin af hreinlæti. Mmmmm...finnurðu það ekki? * Fylltu allar hillur af páskaskrauti og fínheitum -- þá sér ekki í rykið í hillunum. * Keyptu þér tilbúið deig. Það má vera hvað sem er -- piparköku eða pítsudeig -- bara svo lengi sem það komi bökunarlykt. Skelltu deiginu í ofninn og bakaðu það við lágan hita svo sem mest lykt komi jafnt og þétt. Vertu síðan búin/n að kaupa nokkrar kökur og góð brauð í búðinni svo allir haldi að þú hafi bakað þetta allt sjálf/ur. Voða sniðugt. * Hafðu alltaf rúmteppi ofan á sænginni! Þetta er mjög mikilvægt -- það er svo leiðinlegt að skipta á rúminu. * Blástu upp blöðrur og hengdu á öll rafmagnstæki í húsinu. Blöðrurnar eru rafmagnaðar og soga í sig rykið sem leynist í mjóum rifum og rákum. Svo eru þær líka flott skraut -- mundu bara að kaupa gular. * Svo er það klassíska -- hentu öllu tilfallandi undir rúm og inn í skáp. Skapaðu naumhyggjustemningu um páskana!
Hús og heimili Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Fleiri fréttir Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Sjá meira