Reykingar geta aukið áhættuna á að fólk fái psoriasis og gert einkenni sjúkdómsins alvarlegri en ef fólk reykir ekki. Þetta eru niðurstöður tveggja rannsókna sem birtust í dag.
Þeir sem reykja pakka á dag eða meira eru tvöfalt líklegri til að fá psoriasis en þeir sem reykja tíu sígarettur á dag eða minna.