Miami 0 - Detroit 1 24. maí 2005 00:01 Meistarar Detroit Pistons hafa stundum orð á því að lið þeirra hafi ekki fengið þá virðingu áhorfenda og fjölmiðlamanna sem meistaraliði sæmir. Þeir njóta hinsvegar virðingar mótherja sinna á vellinum, ekki síst eftir leiki eins og gær þegar þeir lögðu Miami 90-81 í fyrsta leik liðanna í úrslitum austurdeildarinnar. Það var fyrst og fremst harður varnarleikur og skipulagður sóknarleikur sem skóp sigur meistaranna í Miami í nótt og þeir hafa nú tryggt sér heimavallarréttinn í eivíginu. Larry Brown þjálfari Detroit, sýndi snilli sína gær og uppstillingar hans í vörn og sókn ollu Miami gríðarlegum vandræðum. Brown hefur greinilega unnið heimavinnuna sína eins og venjulega, því eftir að Shaquille O´Neal hafði skorað úr fyrstu fjórum skotum sínum í leiknum, var hann nánast klipptur út og fékk lítið úr að moða eftir það. Sömu sögu var að segja um ungstirnið Dwayne Wade, en hann mátti sín lítils gegn hörkuvörn Tayshaun Prince á löngum köflum og hitti mjög illa. Ljóst er að Shaquille O´Neal getur auðvitað ekki beitt sér að fullu fyrir Miami og það varð ekki ljóst fyrr en rétt fyrir leikinn hvort hann myndi spila. Möguleikar Miami í einvíginu byggjast mikið á því hvort tröllið nær að hrista af sér meiðsli sín, en það verður að teljast býsna ólíklegt úr þessu og því þarf Flórídaliðið nú á öllu sínu að halda ef ekki á illa að fara fyrir þeim gegn frábæru og vel samstilltu liði meistaranna. "Þeir gerðu vel í að finna auðveldar lausnir á móti okkur í varnarleiknum, en án þess að taka nokkuð frá þeim, held ég þó að það hafi verið þolinmæði þeirra og nýting á færum sem gerði útslagið í leiknum í kvöld. Við náðum ekki að gera sömu hluti og þeir voru að gera," sagði Stan Van Gundy þjálfari Miami eftir leikinn. Eftir að Detroit hafði verið skrefinu á undan í leiknum lengst af, náði Miami að jafna leikinn í 80-80, en þá var eins og það væri reynsla meistaranna sem réði úrslitum. "Við höfum verið í þessari aðstöðu áður og þegar staðan er jöfn og lítið eftir af leiknum, er það reynsla okkar sem meistaraliðs sem vegur þungt og þá detta skotin okkar," sagði Chauncey Billups hjá Detroit. Atkvæðamestir hjá Miami:Eddie Jones 22 stig (8 frák), Shaquille O´Neal 20 stig (5 frák), Dwayne Wade 16 stig (6 frák, hitti úr 7 af 25 skotum), Keyon Dooling 8 stig, Udonis Haslem 6 stig (6 frák).Atkvæðamestir hjá Detroit:Rasheed Wallace 20 stig (10 frák), Chauncey Billups 18 stig (5 stoðs), Rip Hamilton 16 stig (5 stoðs), Ben Wallace 13 stig (13 frák), Tayshaun Prince 13 stig, Antonio McDyess 10 stig (6 frák). NBA Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Sjá meira
Meistarar Detroit Pistons hafa stundum orð á því að lið þeirra hafi ekki fengið þá virðingu áhorfenda og fjölmiðlamanna sem meistaraliði sæmir. Þeir njóta hinsvegar virðingar mótherja sinna á vellinum, ekki síst eftir leiki eins og gær þegar þeir lögðu Miami 90-81 í fyrsta leik liðanna í úrslitum austurdeildarinnar. Það var fyrst og fremst harður varnarleikur og skipulagður sóknarleikur sem skóp sigur meistaranna í Miami í nótt og þeir hafa nú tryggt sér heimavallarréttinn í eivíginu. Larry Brown þjálfari Detroit, sýndi snilli sína gær og uppstillingar hans í vörn og sókn ollu Miami gríðarlegum vandræðum. Brown hefur greinilega unnið heimavinnuna sína eins og venjulega, því eftir að Shaquille O´Neal hafði skorað úr fyrstu fjórum skotum sínum í leiknum, var hann nánast klipptur út og fékk lítið úr að moða eftir það. Sömu sögu var að segja um ungstirnið Dwayne Wade, en hann mátti sín lítils gegn hörkuvörn Tayshaun Prince á löngum köflum og hitti mjög illa. Ljóst er að Shaquille O´Neal getur auðvitað ekki beitt sér að fullu fyrir Miami og það varð ekki ljóst fyrr en rétt fyrir leikinn hvort hann myndi spila. Möguleikar Miami í einvíginu byggjast mikið á því hvort tröllið nær að hrista af sér meiðsli sín, en það verður að teljast býsna ólíklegt úr þessu og því þarf Flórídaliðið nú á öllu sínu að halda ef ekki á illa að fara fyrir þeim gegn frábæru og vel samstilltu liði meistaranna. "Þeir gerðu vel í að finna auðveldar lausnir á móti okkur í varnarleiknum, en án þess að taka nokkuð frá þeim, held ég þó að það hafi verið þolinmæði þeirra og nýting á færum sem gerði útslagið í leiknum í kvöld. Við náðum ekki að gera sömu hluti og þeir voru að gera," sagði Stan Van Gundy þjálfari Miami eftir leikinn. Eftir að Detroit hafði verið skrefinu á undan í leiknum lengst af, náði Miami að jafna leikinn í 80-80, en þá var eins og það væri reynsla meistaranna sem réði úrslitum. "Við höfum verið í þessari aðstöðu áður og þegar staðan er jöfn og lítið eftir af leiknum, er það reynsla okkar sem meistaraliðs sem vegur þungt og þá detta skotin okkar," sagði Chauncey Billups hjá Detroit. Atkvæðamestir hjá Miami:Eddie Jones 22 stig (8 frák), Shaquille O´Neal 20 stig (5 frák), Dwayne Wade 16 stig (6 frák, hitti úr 7 af 25 skotum), Keyon Dooling 8 stig, Udonis Haslem 6 stig (6 frák).Atkvæðamestir hjá Detroit:Rasheed Wallace 20 stig (10 frák), Chauncey Billups 18 stig (5 stoðs), Rip Hamilton 16 stig (5 stoðs), Ben Wallace 13 stig (13 frák), Tayshaun Prince 13 stig, Antonio McDyess 10 stig (6 frák).
NBA Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Sjá meira