Innlent

Þrjár nýjar stofnanir

Til að efla megi eftirlit með samkeppnishömlum á markaði var afráðið að skilja að eftirlit með samkeppnishömlum annars vegar og eftirlit með óréttmætum viðskiptaháttum og gagnsæi markaðarins hins vegar, þannig að þessi verkefni verði ekki unnin hjá sömu stofnun eins og gert hefur verið hérlendis, að því er fram kemur í athugasemdum með frumvarpinu. Lagt er til að Samkeppniseftirlitið fái skýrar lagaheimildir til þess að krefjast þess að fyrirtæki sem brotið hafa gegn ákvæðum samkeppnislaga breyti skipulagi sínu. Neytendastofa Ný stofnun, Neytendastofa, verður sett á fót til að taka við þeim hluta verkefna Samkeppnisstofnunar sem snýr að eftirliti með óréttmætum viðskiptaháttum og gagnsæi markaðarins og þeim verkefnum sem nú eru unnin hjá Löggildingarstofu. Gert er ráð fyrir að Samkeppnisstofnun og Löggildingarstofa verði lagðar niður. Neytendastofa mun hafa það að markmiði að efla starf að neytendamálum og þar með auka neytendavernd. Þau verkefni sem koma til með að heyra undir hina nýju stofnun snerta öll hagsmuni neytenda með einum eða öðrum hætti. Talsmaður neytenda Lagt er til að stofnað verði embætti talsmanns neytenda. Hlutverk hans yrði að taka við erindum frá neytendum, gefa út álitsgerðir og hafa frumkvæði að úrbótum, nánar tiltekið vera talsmaður neytenda. Jafnframt verður starfrækt úrskurðarnefnd neytendamála.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×