Erlent

Norsk kona dæmd fyrir nauðgun

Dómstóll í Björgvin í Noregi dæmdi í gær 23 ára gamla konu í níu mánaða fangelsi fyrir nauðgun. Konan var sakfelld fyrir að hafa haft munnmök við 31 árs gamlan mann í íbúð í Björgvin meðan maðurinn svaf. Vinkona konunnar tók myndir af athæfinu og á grundvelli myndanna var konan dæmd. Auk fangelsisdómsins var konan dæmd til að greiða fórnarlambinu tæpa hálfa milljón króna í skaðabætur. Búist er við að konan áfrýi dómnum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×