Erlent

Fimm börn á verði eins

Teresa Anderson, 25 ára gömul kona frá Phoenix, fæddi í fyrradag fimmbura. Slíkt væri ekki í frásögur færandi nema fyrir þá sök að Anderson hafði tekið að sér að ganga með börnin fyrir hjón sem ekki gátu gert það sjálf. Fimm fósturvísum frá hjónunum var komið fyrir í legi konunnar í þeirri von að minnsta kosti einn þeirra næði að dafna en meðgangan tókst framar vonum. Snáðunum fimm hafa verið gefin nöfnin Enrique, Jorge, Gabriel, Victor og Javier. Fyrir viðvikið fær Anderson um eina milljón króna. Hún fór ekki fram á viðbótargreiðslu þótt börnin hafi verið fleiri en í upphafi stóð til.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×