Erlent

Samsæriskenningar á kreiki

Samsæriskenningarnar fóru á kreik þegar dómarar í máli rússneska auðkýfingsins Mikhails Khodorkovskys frestuðu óvænt dómsuppkvaðningu í dag. Engin skýring fékkst á frestuninni en andstæðingar Pútíns forseta eru sannfærðir um að hann hafi kippt í spotta, en þeir Khodorkovsky eru pólitískir andstæðingar. Eftir hálfan mánuð er væntanlegur hópur þjóðarleiðtoga til Rússlands og það hefði orðið vandræðalegt fyrir Pútín að útskýra fyrir þeim málið gegn Khodorkovsky.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×