Erlent

Stjórnarkreppan á enda

Allar líkur eru á að stjórnlagaþing Íraka muni í dag greiða atkvæði um ráðherralista al-Jaafari, verðandi forsætisráðherra. Írösk þingkona var skotin til bana á heimili sínu á miðvikudagskvöldið. Stjórnarkreppan í Írak virðist loks vera á enda eftir að Ibrahim al-Jaafari, leiðtogi kosingabandalags sjía, sagði að ráðherralistinn væri loksins tilbúinn. Hann tilgreindi ekki nöfn ráðherraefnanna en sagði að 17 þeirra væru sjíar, átta Kúrdar, sex súnníar og einn kristinn. Kúrdi og súnníi gegna embættum varaforseta. Allawi, fráfarandi forsætisráðherra, og menn hans eiga ekki sæti í ríkisstjórninni því al-Jaafari taldi heppilegra að hafa fleiri súnnía í ráðherraliðinu. Jalal Talabani forseti þarf að leggja blessun sína yfir tillögu al-Jaafari en hann hefur þegar lýst því yfir að hann muni ekki beita neitunarvald. Forseti íraska þingsins bjóst í gær við að þingið myndi greiða atkvæði um tillöguna í dag, fimmtudag. Ráðist var inn á heimili íraskrar þingkonu í Bagdad á þriðjudagskvöldið og hún skotin til bana. Þá gáfu uppreisnarmenn sem halda þremur rúmenskum blaðamönnum rúmensku ríkisstjórninni viðbótarfrest til að draga herlið sitt til baka frá landinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×