Menning

Maístjarnan sungin afturábak

Í tilefni af því að 50 ár verða liðin frá því að Laxness hlaut Nóbelsverðlaun verður haldin viðamikil dagsskrá í Þjóðmenningarhúsinu næstkomandi laugardag.

Umsjónarmaður er Viðar Eggertsson, og þar sem hann vildi ekki að hátíðarhöldin "væru eins og líkkista" fékk hann Nýhilhópinn til að ljúka dagskránni, til að minna á framtíð íslenskrar ritlistar.

Allir helstu Nýhilliðarnir munu koma fram og lesa upp verk til heiðurs Laxness, og að lokum mun Böddi Brútal synja Maístjörnuna afturábak.

Nýhil hafa fengið tvo tíma til ráðstöfunar frá 20-22. En kvöldinu lýkur þó ekki þar, því að útgáfukvöld verður haldið til að fagna nýútkominni seríu er nefnist Norrænar bókmenntir. Staðsetning mun verða tilkynnt síðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.