Apótekari gagnrýndur í bæjarstjórn 2. febrúar 2005 00:01 Andrés Sigumundsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Vestmannaeyjabæ, hefur í tvígang, fyrst í bæjarráði síðan í bæjarstjórn, sakað eiganda Apóteks Vestmannaeyja um að hafa ekki staðið við gefin fyrirheit um samkeppnishæft vöruverð. Andrés flutti tillögu um málið á síðasta bæjarstjórnarfundi þar sem hann sagði að vegna þessara vanefnda bæri bæjarstjórninni að taka jákvætt í umsókn annarra um rekstur apóteks í bænum. Engin umsókn lá fyrir og felldu sjálfstæðismenn og fulltrúar Vestmannaeyjalistans tillöguna og sögðu enn fremur að bæjaryfirvöld ættu að taka afstöðu til umsókna ef og þegar þær bærust. Hanna María Siggeirsdóttir, framkvæmdastjóri apóteksins, segir málflutning bæjarfulltrúans undarlegan. Vöruverðið í apótekinu sé í takt við það sem gerist annars staðar. Sem sakir standa segist hún ekki ætla að aðhafast neitt í málinu. "Það var sagt um Andrés að hann væri galdramaður ársins 2004 í Vestmannaeyjum því hann hefði fengið hægri og vinstri menn til að vinna saman," segir Hanna María. "Þessi málflutningur hans er með ólíkindum og enginn grundvöllur fyrir þessum árásum. Ég skil ekki hvað honum gengur til því það liggur ekki einu sinni fyrir umsókn frá öðrum. Andrés er kjörinn fulltrúi minn jafnt sem annarra Vestmannaeyinga og sem slíkur má hann ekki hygla einum umfram annan. Hann er þegar búinn að valda mér skaða með neikvæðri umræðu í bæjarfélaginu og ef hann heldur málinu áfram á þessum nótum mun ég alvarlega íhuga að gera eitthvað í því." Guðjón Bragason, skrifstofustjóri sveitarstjórnarskrifstofu félagsmálaráðuneytisins, segir að auðvitað geti sveitarstjórnarmenn verið ábyrgir fyrir orðum sínum fyrir dómstólum. Það vegi hins vegar þungt að samkvæmt sveitarstjórnarlögum geti sveitarstjórnir ályktað um hvert það mál sem hún telji varða sveitarfélagið. Þá segir einnig í lögunum að sveitarstjórnarmenn séu einungis bundnir af lögum og sannfæringu sinni um afstöðu til einstakra mála og þeim beri að gegna störfum af alúð og samviskusemi. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Andrés Sigumundsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Vestmannaeyjabæ, hefur í tvígang, fyrst í bæjarráði síðan í bæjarstjórn, sakað eiganda Apóteks Vestmannaeyja um að hafa ekki staðið við gefin fyrirheit um samkeppnishæft vöruverð. Andrés flutti tillögu um málið á síðasta bæjarstjórnarfundi þar sem hann sagði að vegna þessara vanefnda bæri bæjarstjórninni að taka jákvætt í umsókn annarra um rekstur apóteks í bænum. Engin umsókn lá fyrir og felldu sjálfstæðismenn og fulltrúar Vestmannaeyjalistans tillöguna og sögðu enn fremur að bæjaryfirvöld ættu að taka afstöðu til umsókna ef og þegar þær bærust. Hanna María Siggeirsdóttir, framkvæmdastjóri apóteksins, segir málflutning bæjarfulltrúans undarlegan. Vöruverðið í apótekinu sé í takt við það sem gerist annars staðar. Sem sakir standa segist hún ekki ætla að aðhafast neitt í málinu. "Það var sagt um Andrés að hann væri galdramaður ársins 2004 í Vestmannaeyjum því hann hefði fengið hægri og vinstri menn til að vinna saman," segir Hanna María. "Þessi málflutningur hans er með ólíkindum og enginn grundvöllur fyrir þessum árásum. Ég skil ekki hvað honum gengur til því það liggur ekki einu sinni fyrir umsókn frá öðrum. Andrés er kjörinn fulltrúi minn jafnt sem annarra Vestmannaeyinga og sem slíkur má hann ekki hygla einum umfram annan. Hann er þegar búinn að valda mér skaða með neikvæðri umræðu í bæjarfélaginu og ef hann heldur málinu áfram á þessum nótum mun ég alvarlega íhuga að gera eitthvað í því." Guðjón Bragason, skrifstofustjóri sveitarstjórnarskrifstofu félagsmálaráðuneytisins, segir að auðvitað geti sveitarstjórnarmenn verið ábyrgir fyrir orðum sínum fyrir dómstólum. Það vegi hins vegar þungt að samkvæmt sveitarstjórnarlögum geti sveitarstjórnir ályktað um hvert það mál sem hún telji varða sveitarfélagið. Þá segir einnig í lögunum að sveitarstjórnarmenn séu einungis bundnir af lögum og sannfæringu sinni um afstöðu til einstakra mála og þeim beri að gegna störfum af alúð og samviskusemi.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira