Heimurinn hættulegri eftir innrás 22. janúar 2005 00:01 Heimurinn er hættulegri og hryðjuverkaógnin hefur aukist eftir innrásina í Írak, segir Thorvald Stoltenberg, fyrrverandi utanríkisráðherra Noregs, sem var aðalræðumaður á málþingi um öryggismál í heiminum, sem Samfylkingin hélt í dag. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir að aðild Íslands að innrásinni gangi á svig við friðarímynd landsins. Heimsöryggi - ábyrgð smáþjóðar var yfirskrift málþings sem Samfylkingin stóð að á Grand Hóteli. Aðalræðumaðurinn, Thorvald Stoltenberg, sem er þekktastur fyrir störf sín sem sáttasemjari í fyrrverandi Júgóslavíu árin 1993-1995 og sendimaður Sameinuðu þjóðanna í Írak, lýsti sýn sinni á stöðu heimsmála um þessar mundir. Hann sagði innrás Bandaríkjamanna og Breta hafa haft alvarlegar afleiðingar. Heimurinn væri ekki öruggari eftir innrásina og ástæður innrásarinnar væru ekki lengur fyrir hendi þó að ef til vill hefði verið grunur um eitthvað misjafnt í Írak. Stoltenberg sagði enn fremur að nú vissu menn menn að það hefði ekki verið nein ástæða til þess að fara í stríð og það hefði ekki leitt til neins góðs. Vonandi hefði það þær afleiðingar að ekki yrði eins auðvelt að gera innrás í önnur lönd og menn yrðu gætnari framvegis. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, sagði að framtíðarhópur flokksins hefði lagt áherslu á að Ísland væri boðberi friðar á alþjóðavettvangi og ætti að setja traust sitt á alþjóðalög og stofnanir. Hún taldi að það væri stefna þorra þjóðarinnar og gengið hefði verið á svig við hana með ákvörðun um aðild Íslands að innrásinni í Írak. Aðildin hefði haft mjög neikvæð áhrif og hún liti á hana sem mistök í utanríkismálum og algjörlega á skjön við þá stefnu sem landið hefði haft frá lokum síðari heimsstyjaldarinnar. Ingibjörg sagði innrásina ekki gerða undir formerkjum alþjóðasamfélagsins heldur væru það tiltekin ríki sem hefðu tekið sér lögregluvald. Fyrir smáþjóð eins og Íslendinga væri mikilvægt að fara að alþjóðalögum og -leikreglum því annars yrði landið leiksoppur stórveldanna. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Heimurinn er hættulegri og hryðjuverkaógnin hefur aukist eftir innrásina í Írak, segir Thorvald Stoltenberg, fyrrverandi utanríkisráðherra Noregs, sem var aðalræðumaður á málþingi um öryggismál í heiminum, sem Samfylkingin hélt í dag. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir að aðild Íslands að innrásinni gangi á svig við friðarímynd landsins. Heimsöryggi - ábyrgð smáþjóðar var yfirskrift málþings sem Samfylkingin stóð að á Grand Hóteli. Aðalræðumaðurinn, Thorvald Stoltenberg, sem er þekktastur fyrir störf sín sem sáttasemjari í fyrrverandi Júgóslavíu árin 1993-1995 og sendimaður Sameinuðu þjóðanna í Írak, lýsti sýn sinni á stöðu heimsmála um þessar mundir. Hann sagði innrás Bandaríkjamanna og Breta hafa haft alvarlegar afleiðingar. Heimurinn væri ekki öruggari eftir innrásina og ástæður innrásarinnar væru ekki lengur fyrir hendi þó að ef til vill hefði verið grunur um eitthvað misjafnt í Írak. Stoltenberg sagði enn fremur að nú vissu menn menn að það hefði ekki verið nein ástæða til þess að fara í stríð og það hefði ekki leitt til neins góðs. Vonandi hefði það þær afleiðingar að ekki yrði eins auðvelt að gera innrás í önnur lönd og menn yrðu gætnari framvegis. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, sagði að framtíðarhópur flokksins hefði lagt áherslu á að Ísland væri boðberi friðar á alþjóðavettvangi og ætti að setja traust sitt á alþjóðalög og stofnanir. Hún taldi að það væri stefna þorra þjóðarinnar og gengið hefði verið á svig við hana með ákvörðun um aðild Íslands að innrásinni í Írak. Aðildin hefði haft mjög neikvæð áhrif og hún liti á hana sem mistök í utanríkismálum og algjörlega á skjön við þá stefnu sem landið hefði haft frá lokum síðari heimsstyjaldarinnar. Ingibjörg sagði innrásina ekki gerða undir formerkjum alþjóðasamfélagsins heldur væru það tiltekin ríki sem hefðu tekið sér lögregluvald. Fyrir smáþjóð eins og Íslendinga væri mikilvægt að fara að alþjóðalögum og -leikreglum því annars yrði landið leiksoppur stórveldanna.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira