Innlent

Ræddi við forsetann

Tómas Ingi Olrich afhenti í byrjun vikunnar Jacques Chirac, forseta Frakklands, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Frakklandi. Að afhendingu lokinni átti sendiherra fund með Frakklandsforseta og ræddu þeir samskipti ríkjanna. "Kom fram áhugi Frakka á að efla samstarf á sviði vísinda, ekki síst á sviði hátækni," segir í tilkynningu utanríkisráðuneytis. "Sendiherra lýsti ánægju Íslendinga með gott samstarf á sviði menningarmála, minntist á nýafstaðna menningarkynningu í Frakklandi og þakkaði stuðning Frakka í því sambandi."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×