Marimekko-föt loksins á Íslandi 3. mars 2005 00:01 Það var líf og fjör í verslunarhúsnæðinu Iðu laugardaginn 26. febrúar þegar Marimekko-verslun var opnuð þar í kjallaranum. Marimekko er finnsk hönnun og hefur verið seld að einhverju leyti í versluninni Epal hingað til og verður seld þar áfram. Verslunin í Iðu sérhæfir sig í Marimekko-fatnaði á meðan Epal er með töskur og ýmislegt til heimilisins frá merkinu. Marimekko var stofnað árið 1951 og hefur síðan þá verið í sífelldri sókn og er merkið þekkt um heim allan. Á laugardaginn var haldin Marimekko-tískusýning í tilefni opnunarinnar þar sem vor- og sumartískan var sýnd. Í versluninni eru eingöngu kvenföt, bæði á börn og fullorðna. Einnig er þar að finna efni, handklæði, töskur, buddur og sængurverasett svo eitthvað sé nefnt. Marimekko-fatahönnunin er afar glæsileg og einföld en munstrin eru eins mismunandi og þau eru mörg. Fötin frá Marimekko eru litrík og má segja að grænn sé tískulitur vorsins og sumarsins. Tískusýningin í Iðu vakti mikla lukku meðal viðstaddra og greinilegt að verslunin er kærkomin viðbót í tískuflóru miðbæjarins.Grænt er greinilega litur sumarsins.PjeturLitirnir eru allsráðandi. Mest lesið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Þeir munu túlka Bítlana í þáttum Sam Mendes Bíó og sjónvarp Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ Lífið Bara alvöru áhrifavaldar í afmælispartýi Polynorth Lífið samstarf „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Lífið Fleiri fréttir Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
Það var líf og fjör í verslunarhúsnæðinu Iðu laugardaginn 26. febrúar þegar Marimekko-verslun var opnuð þar í kjallaranum. Marimekko er finnsk hönnun og hefur verið seld að einhverju leyti í versluninni Epal hingað til og verður seld þar áfram. Verslunin í Iðu sérhæfir sig í Marimekko-fatnaði á meðan Epal er með töskur og ýmislegt til heimilisins frá merkinu. Marimekko var stofnað árið 1951 og hefur síðan þá verið í sífelldri sókn og er merkið þekkt um heim allan. Á laugardaginn var haldin Marimekko-tískusýning í tilefni opnunarinnar þar sem vor- og sumartískan var sýnd. Í versluninni eru eingöngu kvenföt, bæði á börn og fullorðna. Einnig er þar að finna efni, handklæði, töskur, buddur og sængurverasett svo eitthvað sé nefnt. Marimekko-fatahönnunin er afar glæsileg og einföld en munstrin eru eins mismunandi og þau eru mörg. Fötin frá Marimekko eru litrík og má segja að grænn sé tískulitur vorsins og sumarsins. Tískusýningin í Iðu vakti mikla lukku meðal viðstaddra og greinilegt að verslunin er kærkomin viðbót í tískuflóru miðbæjarins.Grænt er greinilega litur sumarsins.PjeturLitirnir eru allsráðandi.
Mest lesið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Þeir munu túlka Bítlana í þáttum Sam Mendes Bíó og sjónvarp Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ Lífið Bara alvöru áhrifavaldar í afmælispartýi Polynorth Lífið samstarf „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Lífið Fleiri fréttir Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira