Sport

Formaður KSÍ á Sýn í kvöld

Íþróttaumræðuþátturinn "Þú ert í beinni" með Valtý Birni Valtýssyni ásamt Hans Steinari Bjarnasyni og Böðvari Bergs er á dagskrá Sýnar í kvöld. Þangað mætir formaður knattspyrnusambands Íslands, Eggert Magnússon og mun hann sitja fyrir svörum þáttarstjórnenda en sjónvarpsáhorfendur fá einnig tækifæri til að spyrja hann spjörunum úr. Eggert er að margra mati umdeildur maður. Hann er einn af 13 valdamestu mönnum evrópskrar knattspyrnu en hann á sæti í framkvæmdanefnd UEFA. Símanúmerið í þáttinn er 5156006 en fólk getur einnig sent tölvupóst á netfangið ibeinni@syn.is og verður lesið upp úr þeim bréfum í þættinum í kvöld. Auk annarra hitamála úr sportinu verða til umræðu nýtt heimsmet í hávaða á fótboltaleik og Kobe Bryant svo eitthvað sé að nefna. Þátturinn er nú klukkustundarlangur og hefst kl. 20.30 á Sýn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×