Erlent

María Elísabet á fæðingardeild

María Elísabet krónprinsessa af Danmörku var í gærkvöld lögð inn á Ríkissjúkrahúsið í Kaupmannahöfn. Samkvæmt heimildum danskra vefmiðla benti flest til þess að hún væri komin að fæðingu. Reynist það rétt að væntanlegur nýr ríkisarfi Danmerkur sé að fæðast gerist það nærri hálfum mánuði fyrir settan tíma. Talsmenn dönsku hirðarinnar höfðu áður upplýst að krónprinsessan ætti von á sér í lok október.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×