Prófkjör og raunveruleikaþættir 6. nóvember 2005 19:34 Prófkjör eru um margt eins og raunveruleikasjónvarp, eru afþreying en lítið kemur fram. Keppendur opna kosningaskrifstofur og bjóða upp á kaffi og splæsa í auglýsingar. Nokkrir skelltu sér á flettiskilti og voru við hlið annarra í sama bransa, það er Bacherlorsins og Kapteins Ofurbrókar í Ástarfleyinu. Gísli Marteinn er reyndur í raunveruleikasjónvarpi og naut velvildar 101 þotuliðsins og það kepptist við að láta birta myndir af sér með Gísla. En það sem virtist draga hann niður var að þeir sem telja sig vera handhafar allra hlutabréfa Sjálfstæðisflokksins og vinir Davíðs studdu hann. Raunveruleikafarsinn snérist upp í að fólk kepptist við að sýna að Davíð réði ekki lengur. Þetta sá reynsluboltinn Villi og stillti sér upp á mynd í hópi fólks sem enginn þekkti. Það var fyrirtækið "tvö lítil bjé" og lögmaður þess sem sá til þess að við dóum ekki úr leiðindum. Litlu tvö bjéin settu upp ókeypis raunveruleikasjónvarp með hjálp Kristjáns í Kastljósinu. Þar fór fram kennsla í hvernig ætti að koma fram við launamenn sem væru með eitthvað múður, eins og t.d. að fara fram á að fá laun greidd og launaseðla. Kristjáni virtist ekki skipta neinu máli hvernig komið væri fram við launamenn, hann var sammála lögmanninum um að það gengi ekki að opinberir embættismenn og starfsmenn í verkalýðshreyfingunni væru að þvinga fyrirtæki til þess að fara eftir landslögum. Þeim félögum tókst það sem verkalýðshreyfingunni hefur ekki tekist, þrátt fyrir að hún hafi barist um hæl og hnakka í þrjú ár með allan sinn mannskap. Litlu bjéin gengu svo fram af fólki að jafnvel Félagsmálaráðherra sá sína sæng útbreidda og sagði að það væri ekki í lagi að fara svona með fólk. Hann hefur hingað til gefið verkalýðshreyfingunni og launamönnum langt nef. Bacherlorinn og Kapteinn Ofurbrók á Ástarfleyinu fara leiðir sem frambjóðendahersingin fer sem betur ekki. Þeir félagar eiga það sammerkt að fá fólk til þess að niðurlægja sig í hóreríi í beinni útsendingu. "Oh er ekki lundur einhverstaðar hér hjá sem við getum látið okkur hverfa í", muldraði ein upp í eyra Bacherlorsins. Maður beið eftir að hún tæki upp pakka með smokkum og örvunargel. Af hverju mótmæla konur ekki svona opinberri og markvissri niðurlægingu. Það vantaði uppákomur í frambjóðendaraunveruleikinn, svona til mótvægis við uppáferðir í hinum þáttunum. Það mætti setja alla frambjóðendur á Prófkjörsdallinn með Kapteini Ofurbrók og leyfa sjónvarpsáhorfendum að fylgjast með, með því spöruðust miklir peningar. Í beinni útsendingu myndu þeir blómstra mest sem væru með bestu trixin í að niðurlægja hina og sköpuðu mestu taugaveiklunina, vona dáldil JR í Dallas stemming. Mogginn ræddi um að tryggja verði jafnan aðgang fólks í prófkjörum, það er rakin leið að láta Sjónvarp allra landsmanna framleiða frambjóðendaraunveruleikaþætti. Svo væri það val áhorfenda hvort þeir hefðu hug á að kjósa frambjóðendur burt, tvo í hverjum þætti. Svo væri hægt framleiða fleiri þætti til þess að dreifa kostnaði og niðurlægja þar lúserana enn frekar, eins og er gert í Idolinu. Búa til marga þætti þar sem ítrekað væru sýnd mestu mistökin og tárin streyma. Með bestu kveðjum Guðmundur Gunnarsson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silfur Egils Silfur-Bréf Skoðanir Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Skoðun Skoðun Heimskasta þjóð í heimi Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Ég býð mig fram fyrir framtíðarkynslóðir Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gera þarf skurk í búsetumálum eldri borgara Ólafur Ísleifsson skrifar Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Vilt þú breytingu á stjórn landsins? Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson skrifar Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar Skoðun Búsetufrelsi og lögheimilisskráning Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og aðrar villur í umræðunni um Evrópusambandið Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar Skoðun Þess vegna er ég á lista VG í Suðurkjördæmi Þorsteinn Ólafsson skrifar Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Hverjir myrða konur? Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Það sé ykkur til fæðu“ - hugleiðing um jólamat Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Ferðafrelsið er dýrmætt Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson skrifar Skoðun Mannúðleg innflytjendastefna Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er vandamálið á húsnæðismarkaðinum og hvernig leysum við það Ómar Ingþórsson skrifar Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Prófkjör eru um margt eins og raunveruleikasjónvarp, eru afþreying en lítið kemur fram. Keppendur opna kosningaskrifstofur og bjóða upp á kaffi og splæsa í auglýsingar. Nokkrir skelltu sér á flettiskilti og voru við hlið annarra í sama bransa, það er Bacherlorsins og Kapteins Ofurbrókar í Ástarfleyinu. Gísli Marteinn er reyndur í raunveruleikasjónvarpi og naut velvildar 101 þotuliðsins og það kepptist við að láta birta myndir af sér með Gísla. En það sem virtist draga hann niður var að þeir sem telja sig vera handhafar allra hlutabréfa Sjálfstæðisflokksins og vinir Davíðs studdu hann. Raunveruleikafarsinn snérist upp í að fólk kepptist við að sýna að Davíð réði ekki lengur. Þetta sá reynsluboltinn Villi og stillti sér upp á mynd í hópi fólks sem enginn þekkti. Það var fyrirtækið "tvö lítil bjé" og lögmaður þess sem sá til þess að við dóum ekki úr leiðindum. Litlu tvö bjéin settu upp ókeypis raunveruleikasjónvarp með hjálp Kristjáns í Kastljósinu. Þar fór fram kennsla í hvernig ætti að koma fram við launamenn sem væru með eitthvað múður, eins og t.d. að fara fram á að fá laun greidd og launaseðla. Kristjáni virtist ekki skipta neinu máli hvernig komið væri fram við launamenn, hann var sammála lögmanninum um að það gengi ekki að opinberir embættismenn og starfsmenn í verkalýðshreyfingunni væru að þvinga fyrirtæki til þess að fara eftir landslögum. Þeim félögum tókst það sem verkalýðshreyfingunni hefur ekki tekist, þrátt fyrir að hún hafi barist um hæl og hnakka í þrjú ár með allan sinn mannskap. Litlu bjéin gengu svo fram af fólki að jafnvel Félagsmálaráðherra sá sína sæng útbreidda og sagði að það væri ekki í lagi að fara svona með fólk. Hann hefur hingað til gefið verkalýðshreyfingunni og launamönnum langt nef. Bacherlorinn og Kapteinn Ofurbrók á Ástarfleyinu fara leiðir sem frambjóðendahersingin fer sem betur ekki. Þeir félagar eiga það sammerkt að fá fólk til þess að niðurlægja sig í hóreríi í beinni útsendingu. "Oh er ekki lundur einhverstaðar hér hjá sem við getum látið okkur hverfa í", muldraði ein upp í eyra Bacherlorsins. Maður beið eftir að hún tæki upp pakka með smokkum og örvunargel. Af hverju mótmæla konur ekki svona opinberri og markvissri niðurlægingu. Það vantaði uppákomur í frambjóðendaraunveruleikinn, svona til mótvægis við uppáferðir í hinum þáttunum. Það mætti setja alla frambjóðendur á Prófkjörsdallinn með Kapteini Ofurbrók og leyfa sjónvarpsáhorfendum að fylgjast með, með því spöruðust miklir peningar. Í beinni útsendingu myndu þeir blómstra mest sem væru með bestu trixin í að niðurlægja hina og sköpuðu mestu taugaveiklunina, vona dáldil JR í Dallas stemming. Mogginn ræddi um að tryggja verði jafnan aðgang fólks í prófkjörum, það er rakin leið að láta Sjónvarp allra landsmanna framleiða frambjóðendaraunveruleikaþætti. Svo væri það val áhorfenda hvort þeir hefðu hug á að kjósa frambjóðendur burt, tvo í hverjum þætti. Svo væri hægt framleiða fleiri þætti til þess að dreifa kostnaði og niðurlægja þar lúserana enn frekar, eins og er gert í Idolinu. Búa til marga þætti þar sem ítrekað væru sýnd mestu mistökin og tárin streyma. Með bestu kveðjum Guðmundur Gunnarsson
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar
Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar
Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar
Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun