Síðustu stundirnar blóði drifnar 29. janúar 2005 00:01 Síðustu stundirnar fyrir fyrstu frjálsu kosningarnar í Írak eru blóði drifnar. Barist er á götum úti og um traust kjósenda sem óttast er að þori ekki á kjörstaði á morgun. Skæruliðar og hryðjuverkamenn í Írak gera allt hvað þeir geta til að spilla kosningunum á morgun og hafa þeir undanfarinn sólarhring fellt töluverðan fjölda fólks, hermenn og óbreytta borgara í herferð sinni. Yfirvöld hafa nokkrar áhyggjur af afleiðingum þessa á kosningaþátttökuna. Forseti Íraks sagðist í sjónvarpsviðtali telja að meirihluti Íraka myndi ekki taka þátt í kosningunum vegna öryggisástandsins en nokkru síðar sagði hann að að líkindum myndu tveir þriðju hlutar þeirra sem hefðu atkvæðisrétt kjósa. Yfirvöld og helstu klerkar sjíta hvetja sína fylgismenn til að kjósa en kannanir benda til þess að mikill meirihluti súnníta hyggist sniðganga kosningarnar. Barham Saleh, starfandi innanríkisráðherra Íraks, segir einfalda skýringu á því af hverju uppreisnar- og hryðjuverkamenn vilja ekki að kosningarnar takist vel. Osama Bin Laden hafi gefið það út opinberlega að engar kosningar eigi að fara fram í Írak og al-Kaída og skyldar hreyfingar verði að koma í veg fyrir að Írakar mæti á kjörstað. Að hans sögn er þetta vegna þess að ef Írökum tekst að byggja upp virkt lýðræði í hjarta hinna múslimsku Miðausturlanda verða afleiðingarnar gífurlegar, ekki bara í Írak heldur í öllum heimshlutanum, fyrir íslam, hryðjuverkamenn, „Bin Ladena“ þessa heims og fyrir hagsmuni Vesturlanda. Erlent Fréttir Írak Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Fleiri fréttir Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Sjá meira
Síðustu stundirnar fyrir fyrstu frjálsu kosningarnar í Írak eru blóði drifnar. Barist er á götum úti og um traust kjósenda sem óttast er að þori ekki á kjörstaði á morgun. Skæruliðar og hryðjuverkamenn í Írak gera allt hvað þeir geta til að spilla kosningunum á morgun og hafa þeir undanfarinn sólarhring fellt töluverðan fjölda fólks, hermenn og óbreytta borgara í herferð sinni. Yfirvöld hafa nokkrar áhyggjur af afleiðingum þessa á kosningaþátttökuna. Forseti Íraks sagðist í sjónvarpsviðtali telja að meirihluti Íraka myndi ekki taka þátt í kosningunum vegna öryggisástandsins en nokkru síðar sagði hann að að líkindum myndu tveir þriðju hlutar þeirra sem hefðu atkvæðisrétt kjósa. Yfirvöld og helstu klerkar sjíta hvetja sína fylgismenn til að kjósa en kannanir benda til þess að mikill meirihluti súnníta hyggist sniðganga kosningarnar. Barham Saleh, starfandi innanríkisráðherra Íraks, segir einfalda skýringu á því af hverju uppreisnar- og hryðjuverkamenn vilja ekki að kosningarnar takist vel. Osama Bin Laden hafi gefið það út opinberlega að engar kosningar eigi að fara fram í Írak og al-Kaída og skyldar hreyfingar verði að koma í veg fyrir að Írakar mæti á kjörstað. Að hans sögn er þetta vegna þess að ef Írökum tekst að byggja upp virkt lýðræði í hjarta hinna múslimsku Miðausturlanda verða afleiðingarnar gífurlegar, ekki bara í Írak heldur í öllum heimshlutanum, fyrir íslam, hryðjuverkamenn, „Bin Ladena“ þessa heims og fyrir hagsmuni Vesturlanda.
Erlent Fréttir Írak Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Fleiri fréttir Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Sjá meira