Úrvalsvísitalan á hraðri uppleið 18. nóvember 2005 12:00 MYND/Stefán Úrvalsvísitalan er á hraðri uppleið í Kauphöllinni og vísitalan hefur hækkað um hátt í fimmtíu prósent í ár, meira en nokkru sinni fyrr. Hún hefur aldrei verið jafn há og engin lækkun er fyrirsjáanleg, að sögn forstjóra Kauphallarinnar. Vísitalan fór í fimm þúsund stig í gær, sem er hið langhæsta til þessa. KB banki hækkaði til dæmis um hátt í 40 milljarða í fyrradag, með 8 prósenta hækkun, og þau örfáu félög, sem eitthvað hafa lækkað, hafa lækkað mjög lítið. Ef litið er tíu ár aftur í tímann þá hafa tíu stærstu fyrirtækin af þeim sem mynda vísitöluna tífaldað tekjur sínar og síðast en ekki síst, tífaldað ágóða sinn líka. Þegar nánar er skoðað eru það útrásarfyrirtækin sem knýja hækkunina áfram og er nú svo komið að þrjár af hverjum fjórum krónum sem útrásarfyrirtækin í Kauphöllinni afla, er aflað í útlöndum. EF ferið er aðeins þrjú ár aftur í tímann og tekið sem dæmi fyrirtæki, sem þá var metið á 100 milljónir króna, þá er það núna metið á um það bil 280 milljónir, sem er um 180 prósenta hækkun á aðeins þremur árum. Í ljósi alls þessa vaknar sú spurning hvort þetta sé ekki bóla sem muni springa innan tíðar eins og gerst hefur af og til erlendis og gerðist hér árið 2000. Þórður Friðjónsson forstjóri Kauphallalrinnar segir hins vegar að tölur úr rekstri fyrirtækjanna gefi engar vísbendingar um slíkt, engin augljós rök bendi í þá átt. Eins og áður sagði er þessi vöxtur knúinn áfram af útrásarfyrirtækjum en ef litið er til fyrirtækja á innlendum vettvangi, eins og sjávarútvegsfyrirtækja og matvælafyrirtækja, þá hafa þau sáralítið hækkað á þessu blómaskeiði útrásarfyrirtækjanna, sem ótvírætt bendir til þess að vaxtarmöugleikar íslenskra fyrirtækja séu í útlöndum, en ekki á Íslandi. Fréttir Innlent Undir smásjánni Viðskipti Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Sjá meira
Úrvalsvísitalan er á hraðri uppleið í Kauphöllinni og vísitalan hefur hækkað um hátt í fimmtíu prósent í ár, meira en nokkru sinni fyrr. Hún hefur aldrei verið jafn há og engin lækkun er fyrirsjáanleg, að sögn forstjóra Kauphallarinnar. Vísitalan fór í fimm þúsund stig í gær, sem er hið langhæsta til þessa. KB banki hækkaði til dæmis um hátt í 40 milljarða í fyrradag, með 8 prósenta hækkun, og þau örfáu félög, sem eitthvað hafa lækkað, hafa lækkað mjög lítið. Ef litið er tíu ár aftur í tímann þá hafa tíu stærstu fyrirtækin af þeim sem mynda vísitöluna tífaldað tekjur sínar og síðast en ekki síst, tífaldað ágóða sinn líka. Þegar nánar er skoðað eru það útrásarfyrirtækin sem knýja hækkunina áfram og er nú svo komið að þrjár af hverjum fjórum krónum sem útrásarfyrirtækin í Kauphöllinni afla, er aflað í útlöndum. EF ferið er aðeins þrjú ár aftur í tímann og tekið sem dæmi fyrirtæki, sem þá var metið á 100 milljónir króna, þá er það núna metið á um það bil 280 milljónir, sem er um 180 prósenta hækkun á aðeins þremur árum. Í ljósi alls þessa vaknar sú spurning hvort þetta sé ekki bóla sem muni springa innan tíðar eins og gerst hefur af og til erlendis og gerðist hér árið 2000. Þórður Friðjónsson forstjóri Kauphallalrinnar segir hins vegar að tölur úr rekstri fyrirtækjanna gefi engar vísbendingar um slíkt, engin augljós rök bendi í þá átt. Eins og áður sagði er þessi vöxtur knúinn áfram af útrásarfyrirtækjum en ef litið er til fyrirtækja á innlendum vettvangi, eins og sjávarútvegsfyrirtækja og matvælafyrirtækja, þá hafa þau sáralítið hækkað á þessu blómaskeiði útrásarfyrirtækjanna, sem ótvírætt bendir til þess að vaxtarmöugleikar íslenskra fyrirtækja séu í útlöndum, en ekki á Íslandi.
Fréttir Innlent Undir smásjánni Viðskipti Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Sjá meira