Sport

Cristiano Ronaldo samdi til ársins 2010

Það fór vel á með þeim Alex Ferguson og Cristiano Ronaldo í dag, þegar sá fyrrnefndi undirritaði samning sinn
Það fór vel á með þeim Alex Ferguson og Cristiano Ronaldo í dag, þegar sá fyrrnefndi undirritaði samning sinn NordicPhotos/GettyImages

Portúgalski kantmaðurinn Cristiano Ronaldo undirritaði í dag framlengingu á samningi sínum við Manchester United sem gildir til ársins 2010. Ronaldo, sem er tvítugur, kom til United árið 2003 frá Sporting Lissabon fyrir 12 milljónir punda og er orðin ein skærasta stjarnan í enska boltanum.

"Þessi samningur undirstrikar traust okkar á ungu leikmönnunum og Ronaldo á eftir að verða stórkostlegur leikmaður. Við höfum unnið að því að ná þessum samningi í hús á síðasta hálfa ári, en af því umboðsmaður hans er búsettur í Portúgal, hefur þetta aðallega snúist um tímasetningar. Þetta eru frábær tíðindi fyrir félagið og stuðningsmenn þess," sagði Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri United við undirritun samnings.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×