Garcia náði sex högga forystu

Spánverjinn Sergio Garcia náði í gær sex högga forystu á Wachovia-mótinu í golfi í Charlotte í Norður-Karólínu. Garcia lék í gær á fimm höggum undir pari og er samtals á tólf undir parinu þegar 18 holur eru eftir. Bandaríkjamennirnir Jim Furyk og DJ Trahan, ásamt Fídjeyingnum Vijay Singh, eru jafnir í öðru sæti á sex höggum undir pari. Tiger Woods er í 17.-21. sæti á einu höggi undir pari, 11 höggum á eftir Sergio Garcia. Sýnt verður beint frá lokadeginum á Sýn frá klukkan 19 í kvöld.