Erlent

Hringurinn þrengist um al-Zarqawi

Öryggissveitir Íraka hafa handsamað lykilmann í hryðjuverkahópi Abu Musabs al-Zarqawis sem sagður er æðsti maður al-Qaida í landinu. Þetta er annar háttsettur leiðtogi innan skæruliðahóps Zarqawis sem handsamður er á stuttum tíma. Í gær var greint frá því að öryggissveitir Íraka hafi handsamað Ghassan al-Rawi sem hefur verið innsti koppur í búri í skipulagningu árása uppreisnarmanna í bænum Rawa í vesturhluta Íraks. Yfirmenn hersveita Bandaríkjamanna og Íraka segjast sífellt færast nær því að hafa hendur í hári Zarqawis en hann og samverkamenn leiðtogans hafa lýst mörgum mannskæðustu sprengjutilræðum í Írak á hendur sér frá því stríðið hófst fyrir tveimur árum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×