Erlent

Verðandi drottning með barni

Verðandi drottning Spánar er kona eigi einsömul. Letizia prinsessa giftist krónprinsinum Felipe við hátíðlega athöfn í maí á síðasta ári og nú, rétt tæpu ári síðar, eiga hjúin von á sínu fyrsta barni. Prinsessan, sem er fyrrverandi sjónvarpskona, var áður gift kennara sínum en það hjónaband entist aðeins í eitt ár. Í tilkynningu frá frá konungsfjölskyldunni segir að spænsku konungshjónin, Juan Carlos og Soffía, séu í skýjunum yfir tíðindunum. Von er á erfingjanum í heiminn í nóvember. Þar með bætast Felipe og Letizia í hóp krónprinshjóna í Evrópu sem eiga von á erfingjum á næstunni en Friðrik Danaprins og Mary, eiginkona hans, eiga von á barni í október og Hákon, ríkisarfi Noregs, og Mette Marit, eiginkona hans, eiga von á sínu öðru barni í desember.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×