Maraþonblús í tvo sólarhringa 17. mars 2005 00:01 Guðmundur Gunnlaugsson, tónlistarmaður og Kentár með meiru, er blúsmaður af lífi og sál. Hann spilaði einu sinni blús um heila helgi - án þess að stoppa. "Það var um vorið 1987 að okkur boðið að taka þátt í maraþonblúsveislu á Akureyri. Það var á Uppanum, sem var bæði pizzería og knæpa í þá daga . Þarna voru samankomnir tónlistarmenn að norðan og austan. Við vorum með blúsprógramm tilbúið og héldum tónleika inni í maraþoninu auk þess að taka þátt í þessu klassíska blúsdjammi sem felst í því að allir spinna saman lög og texta, sem er hin besta skemmtun. Mér er sérstaklega minnisstætt að Ingimar Eydal kom og djammaði með okkur, það er gaman að hafa fengið að spila með honum og mikill heiður. Þetta endaði svo í maraþonblússpilamennsku nánast samfleytt í tvo sólarhringa án þess að stoppa. Á sunnudagskvöldinu voru menn farnir að blúsa pizzumatseðilinn enda þá búið að þurrausa aðra brunna. Þessi maraþonblús var mjög skemmtilegt framtak, ekki síður en Blúshátíð í Reykjavík er núna í dag. Í framhaldi af þessu gáfum við út blúsdjammplötu og ferðuðumst um allt land og spiluðum í öllum framhaldsskólnum og það var frábært hvað krakkarnir kveiktu vel á þessari tónlist." Kentárar eru enn að nú átján árum síðar og má heyra í þeim á Blúshátíð í Reykjavík á þriðjudagskvöldið. Ferðalög Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Guðmundur Gunnlaugsson, tónlistarmaður og Kentár með meiru, er blúsmaður af lífi og sál. Hann spilaði einu sinni blús um heila helgi - án þess að stoppa. "Það var um vorið 1987 að okkur boðið að taka þátt í maraþonblúsveislu á Akureyri. Það var á Uppanum, sem var bæði pizzería og knæpa í þá daga . Þarna voru samankomnir tónlistarmenn að norðan og austan. Við vorum með blúsprógramm tilbúið og héldum tónleika inni í maraþoninu auk þess að taka þátt í þessu klassíska blúsdjammi sem felst í því að allir spinna saman lög og texta, sem er hin besta skemmtun. Mér er sérstaklega minnisstætt að Ingimar Eydal kom og djammaði með okkur, það er gaman að hafa fengið að spila með honum og mikill heiður. Þetta endaði svo í maraþonblússpilamennsku nánast samfleytt í tvo sólarhringa án þess að stoppa. Á sunnudagskvöldinu voru menn farnir að blúsa pizzumatseðilinn enda þá búið að þurrausa aðra brunna. Þessi maraþonblús var mjög skemmtilegt framtak, ekki síður en Blúshátíð í Reykjavík er núna í dag. Í framhaldi af þessu gáfum við út blúsdjammplötu og ferðuðumst um allt land og spiluðum í öllum framhaldsskólnum og það var frábært hvað krakkarnir kveiktu vel á þessari tónlist." Kentárar eru enn að nú átján árum síðar og má heyra í þeim á Blúshátíð í Reykjavík á þriðjudagskvöldið.
Ferðalög Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira