Geir vill selja Landsvirkjun 15. október 2005 00:01 Geir H. Haarde, verðandi formaður Sjálfstæðisflokksins, segir tímabært að selja Landsvirkjun eftir nokkur ár. Hann segir einkavæðingu ríkisfyrirtækja hafa losað um mikið fé og stuðlað að jöfnuði. Andstæðingar ríkisstjórnarinnar hafa hins vegar orðið berir að miklum fordómum að hans mati. Þetta kom fram í ávarpi Geirs á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins í dag. Geir fór vítt og breitt yfir svið landsmálanna og stefnu flokksins. Þá kom hann inn á Baugsmálið sem var líka einkar áberandi í ræðu formannsins. Hann sagði það kjarnaatriði í sjálfstæðisstefnunni að vinna gegn einokun og hringamyndun og það væri hlutverk ríkisins að vernda hina veikari í þeim efnum, þó svo sterk fyrirtæki í eðlilegri samkeppni verði auðvitað að fá að njóta sín. „Og það er dapurlegt að fylgjast með því hvernig tilteknir fjölmiðlar og stjórnmálamenn hafa snúið út úr merkri ræðu okkar formanns við setningu Landsfundar hvað þessi atriði varðar,“ sagði Geir. Geir hrósaði EES-samningnum og sagði Íslendinga njóta góðs af innri mörkuðum Evrópusambandsins og hinu fjórþætta frelsi, án þess að fórna mikilvægum hagsmunum á móti eins og stjórn á auðlindum sjávar. Hann sagði að engir áþreifanlegir íslenskir hagsmunir kalli á aðild að Evrópusambandinu, en margt mæli hins vegar á móti. Á meðal margra ókosta sé afsal á fullveldi Íslands, sjávarútvegsstefna ESB og geysileg miðstýring sem innbyggð sé í sambandið, auk þess sem beint aðildargjald yrði margir milljarðar á ári í sjóði sambandsins. Fréttir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn Stj.mál Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Fleiri fréttir Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Sjá meira
Geir H. Haarde, verðandi formaður Sjálfstæðisflokksins, segir tímabært að selja Landsvirkjun eftir nokkur ár. Hann segir einkavæðingu ríkisfyrirtækja hafa losað um mikið fé og stuðlað að jöfnuði. Andstæðingar ríkisstjórnarinnar hafa hins vegar orðið berir að miklum fordómum að hans mati. Þetta kom fram í ávarpi Geirs á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins í dag. Geir fór vítt og breitt yfir svið landsmálanna og stefnu flokksins. Þá kom hann inn á Baugsmálið sem var líka einkar áberandi í ræðu formannsins. Hann sagði það kjarnaatriði í sjálfstæðisstefnunni að vinna gegn einokun og hringamyndun og það væri hlutverk ríkisins að vernda hina veikari í þeim efnum, þó svo sterk fyrirtæki í eðlilegri samkeppni verði auðvitað að fá að njóta sín. „Og það er dapurlegt að fylgjast með því hvernig tilteknir fjölmiðlar og stjórnmálamenn hafa snúið út úr merkri ræðu okkar formanns við setningu Landsfundar hvað þessi atriði varðar,“ sagði Geir. Geir hrósaði EES-samningnum og sagði Íslendinga njóta góðs af innri mörkuðum Evrópusambandsins og hinu fjórþætta frelsi, án þess að fórna mikilvægum hagsmunum á móti eins og stjórn á auðlindum sjávar. Hann sagði að engir áþreifanlegir íslenskir hagsmunir kalli á aðild að Evrópusambandinu, en margt mæli hins vegar á móti. Á meðal margra ókosta sé afsal á fullveldi Íslands, sjávarútvegsstefna ESB og geysileg miðstýring sem innbyggð sé í sambandið, auk þess sem beint aðildargjald yrði margir milljarðar á ári í sjóði sambandsins.
Fréttir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn Stj.mál Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Fleiri fréttir Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Sjá meira