Menning

Spriklar í golfi á sumrin

"Ég reyni að vera duglegur í líkamsræktinni en ég er kannski ekki alltaf eins duglegur og ég vil vera. Ég á samt kortið," segir Jón Ingi og hlær. "Á sumrin er ég mikið í golfinu og það er mín helsta líkamsrækt. Ég get spriklað á vellinum fram á haust en ég veit svo sem ekki hve mikið gagn það gerir líkamlega séð en það er nógu skemmtilegt," segir Jón Ingi sem stundar enga skipulagða líkamsrækt. "Nei ég geri svona hitt og þetta. Ég hleyp og lyfti þegar ég fer í ræktina og geri sitt lítið af hverju. Síðan spila ég innanhúss bumbubolta með félögunum á veturna. Ég leik líka á sviði og það er ansi mikil líkamsrækt. Að leika á sviði jafnast stundum á við nokkra eróbikktíma. Þannig að þetta tínist til og ég reyni að hreyfa mig eitthvað þegar ég hef tíma og nenni. Það helst í hendur." "Lestur bóka er mín andlega leikfimi. Ég er alltaf með einhverjar bækur að lesa," segir Jón Ingi sem mætti þó hugsa meira um mataræðið. "Ég mætti vera mun meðvitaðri um mataræði. Ég er náttúrulega nammigrís og get verið svolítið góður við mig. Ég myndi segja að ég væri enginn ofstopamaður þegar kemur að heilsurækt. Ég er frekar mikill meðaljón, sem er mjög gott."





Fleiri fréttir

Sjá meira


×