Viðskipti innlent

Fleiri í útrás

Íslenskir bankar eru ekki einu norrænu bankarnir í útrásarhug. Den Danske Bank birti uppgjör í gær og skilaði hátt í 90 milljörðum í hagnað á fyrstu sex mánuðum ársins. Den Danske Bank hefur verið að hasla sér völl á Írlandi og nú boða forsvarsmenn bankans að þeir hyggist auka hlutdeild sína í Svíþjóð. Markmiðið er að ná undir sig tíu prósentum af sænska markaðnum fyrir árið 2010. Þetta er um tvöföldun á markaðshlutdeildinni. Danskir bankar hafa verið að færa sig yfir sundið og meðal þeirra er FIH sem nú er að fullu kominn í eigu Kaupþings banka. FIH þjónustar fyrirtæki, en Den Danske Bank telur einmitt að skynsamlegast sé að sækja á fyrirtækjamarkaðinn í Svíþjóð. Það stefnir því að hart verði tekist á um markaðshlutdeild í fjármálaþjónustu fyrirtækja í Svíþjóð á næstunni.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×