Byrjunarlið Englendinga gegn Dönum

Sven Göran Erikson hefur valið byrjunarlið Englendinga sem mætir Dönum á Parken á morgun. Michael Owen er hafður á bekknum því hann er í leikbanni í næsta leik liðsins í undankeppni HM. Lið Englands ( 4-3-1-2 eða 4-3-3), Paul Robinson, G.Neville, Rio, Terry, A.Cole; Gerrard, Lampard, Beckham, Joe Cole; Dafoe, Rooney. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Sýn og hefst útsending klukkan 17:50.