Sport

Fyrsti sigur FH í DHL deildinni

FH vann sinn fyrsta sigur í DHL-deild karla í handbolta í kvöld þegar KA var lagt að velli í Kaplakrika, 25-27. FH er þó enn neðst en nú með 2 stig, einu stigi á eftir Víkingi/Fjölni og HK sem eru fyrir ofan með 3 stig hvor. Heiðar Örn Arnarsson var markahæstur FH-inga með 7 mörk og Linas Kalandauskas gerði 5. Ragnar Njálsson var markahæstur KA manna með 7 mörk og eru Norðanmenn í 6. sæti með sex stig. Afturelding vann óvæntan sigur á ÍR, 30:26, og lyftu sér upp í 7. sæti deildarinnar með sex stig. Einar I. Hrafnsson var markahæstur Mosfellinga með 8 mörk og Hilmar Stefánsson gerði 6. Hjá ÍR var Ólafur Sigurjónsson markahæstur með 13 mörk, þar af 7 úr vítum og Tryggvi Haraldsson skoraði fjögur. Þá unnu Selfyssingar 8 marka útisigur á Víking/Fjölni, 22-30. Vladimir Duric var markahæstur Selfyssinga með 9 mörk og Ramunas Mikalonis 6. Sveinn Þorgeirsson var markahæstur Víkings/Fjölnis með 7 mörk og Árni Björn Þórarinsson 6. Með sigrinum lyfti Selfoss sér í 3. sæti deildarinnar með 7 stig á eftir ÍR sem er í 2. sæti með 7 stig en Fram er efst með 8 stig.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×