Erlent

Enn ein árásin í Írak

Að minnsta kosti fimm féllu og tólf særðust er sjálfsmorðssprengjuárás var gerð í Bagdad, höfuðborg Íraks, í morgun. Árásarmaðurinn sprengdi upp litla rútu nálægt hótelinu Sadeer en allir þeir sem létust voru írakskir öryggisverðir sem eru taldir hafa unnið hjá hótelinu. Þá féllu að minnsta kosti 39 í sjálfsmorðssprengingu í Bagdad í gærkvöld. Árásarmaðurinn ók vörubifreið í átt að Rashad-lögreglustöðinni og sprengdi sig og bifreiðina í loft upp. Sprengingin var gríðarlega öflug og eyðilögðust rúmlega tuttugu bílar. Svo virðist sem árásum í landinu fjölgi sífellt en hryðjuverkasamtökin-Al Qaida hafa lýst yfir að þannig verði það þar til samtökin hafi náð fullum yfirráðum í Írak.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×