Erlent

Mæta öllum skilyrðum súnníta

Írakska þingið hefur mætt öllum skilyrðum súnnítaleiðtoga fyrir þátttöku í stjórnarskrárnefnd Íraks. Súnnítar hafa neitað að taka þátt í starfi nefndarinnar eftir að þeir ruku út af fundi hennar í síðustu viku. Stjórnarskrárnefndi átti upphaflega að skila drögum að stjórnarskrá í ágúst næstkomandi. Nú, þegar deilum um starfið virðist lokið, er búist við því að fulltrúar súnníta snúi aftur að fundarborðinu og taki þátt í umræðum þar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×